Þátttakendur árið 2013

Anne Aghion er líklega þekktust fyrir heimildarmyndir sínar um þjóðarmorðin í Rúanda 1994. Aghion er einnig höfundur Gacaca-þríleiksins (2003, 2004 og 2009) og heimildarmyndarinnar Ice People (2009) sem fjallar um vísindamenn sem starfa á Suðurskautslandinu. Hún er margverðlaunuð fyrir verk sín, hlaut m.a. Emmy-verðlaunin árið 2005 fyrir In Rwanda We Say.

Heike Bachelier er rithöfundur/leikstjóri sem bæði býr og starfar í Þýskalandi og Bretlandi. Hún vinnur við söguþróun, handritagerð og framleiðslu fyrir þýskt sjónvarp. Bachelier hóf frumraun sína árið 2010, Feindberührung, fyrir ZDF, þýska sjónvarpsnetið. Kvikmyndin vann PRIX EUROPA 2011 fyrir bestu heimildarmyndina.

Halldór Björnsson er verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands.

Simon Brook fæddist í London en ólst upp bæði í Frakklandi og Englandi. Hann vann fyrir Dave Brubeck kvartettinn og Pina Bausch áður en hann snéri sér að kvikmyndageiranum. Hann hefur skrifað, leikstýrt og framleitt fjölda kvikmynda og heimildarmynda eins og Minus One (1991), sem er byggð á smásögu J.G. Ballard, og Saki söguna Alice (1995). Brook hefur framleitt tuttugu stuttmyndir um börn í Kákasus og dócudrama um Karo ættkvíslina í Eþíópíu.

Phil Coates er farsæll leikstjóri afskekktra staða (e. remote location director), myndatökumaður og faglegur leiðangursleiðtogi með hið öfundsverða starf að vinna í einstöku umhverfi í sjö heimsálfum. Hann hefur unnið efni fyrir BBC, Discovery International, ITV, Channel 4, Channel 5 og National Geographic.

Brynhildur Davíðsdóttir er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

John DeFore er kvikmynda blaðamaður frá Austin, Texas. Hann skrifar reglulega í Washington Post, The Hollywood Reporter, Austin American-Statesman og San Antonio Current.

Daniel Dencik er leikstjóri, ritstjóri, handritshöfundur og skáld. Meðal verka sem hann hefur unnið við eru Nói albínói (2001), Fimm hindranir (2003) og Into Eternity (2010). Frumraun Dencik sem leikstjóri var heimildarmyndin Moon Rider árið 2012.

Bert Ehgartner fæddist árið 1962 og býr nærri Vínarborg í Austurríki. Hann er heimildamyndagerðarmaður, skrifar um vísindi og er rithöfundur eftirfarandi bóka: Die Lebensformel /Hoffman og Campe 2004), Lob der Krankheit (Lübbe 2008) og Dirty Little Secret - Die Akte Aluminium (Ennsthaler 2012).

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði og deildarformaður í íslensku og menningardeild við Háskóla Íslands.

Helgi Felixsoer menntaður í leikhús- og kvikmyndafræðum í Svíþjóð. Hann starfaði sem leikari, framleiðandi og leikstjóri í mismunandi leikhópum áður en hann sneri sér eingöngu að kvikmyndagerð og hefur síðustu tíu ár verið aðaleigandi og leikstjóri Felix Film AB í Stokkhólmi. Meðal kvikmynda Helga eru Condor Man (2002) og God Bless Iceland (2009).

Patrick Gambuti Jrer framleiðandi/meðhöfundur Greedy Lying Bastards (2012). Hann er ritstjóri og rithöfundur og hefur unnið til tveggja Emmy-verðlauna. Undanfarin 25 ár hafa kvikmyndir hans kannað samfélagslega umbreytingu. Þar á meðal eru kvikmyndirnar Hookers and Johns: Trick or Treat (2000), At the Edge of the World (2008) og After the Cup: Sons of Sakhnin United (2009).

Vincent Grashaw er kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, fæddur í San Fernando dalnum árið 1981. Síðasta verkefni hans var að framleiða hina margfrægu kvikmynd Bellflower, sem var heimsfrumsýnind á Sundance kvikmyndahátíðinni árið 2011. Sumarið 2011 var kvikmyndin frumsýnd á yfir 100 skjám víðsvegar um Bandaríkin og á erlendum mörkuðum.

Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Rannsóknasvið hennar eru sjálfsævisögur á síðari hluta 20. aldar og 21. öld, minnis- og trámafræði í bókmenntum, ljósmyndir í skáldskap og æviskrifum, samtímabókmenntir, spænskar og franskar bókmenntir.

Andy Heathcote er sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður í Suður-Englandi. Hann lærði ljósmyndun og vann sem aðstoðarritstjóri í London áður en hann snéri sér alfarið að kvikmyndaleikstjórn í Polish Film School. Hann er gestafyrirlesari í kvikmyndafræðum við ýmsa háskóla í Bretlandi. Frumraun hans var heimildarmyndin The Lost World of Mr. Hardy en hún var sýnd víða í breskum kvikmyndahúsum árið 2008.

Megan Herbert er ástralskur rithöfundur og myndskreytir. Hún hefur haft aðsetur í Reykjavík síðan árið 2009. Hún starfaði sem "storyliner", handritshöfundur og handritsstjóri í áströlsku og bresku sjónvarpi í 10 ár. Hún er sem stendur yfirmaður þróunarmála hjá Pegasus Pictures.

Titti Johnson fæddist í Svíþjóð árið 1965. Hún stundaði nám við Gothenburg University Film School og hefur síðan árið 2000 unnið með Felix Film Ltd við framleiðslu og þróun á þónokkrum stuttmyndum og kvikmyndum, svo sem Beneath the Stars (2005), þar sem hún var bæði leikstjóri og handritshöfundur.

Ari Alexander Ergis Magnússon fæddist árið 1968 í Reykjavík. Ari Alexander stundaði nám við Sorbonne háskólann á árunum 1990-91 og hlaut BFA í listfræði frá Parsons Paris School of Art and Design þar sem hann stundaði nám á árunum 1991-96. Ari Alexander hefur átt í samstarfi við Erró, Björk, Sigur Rós, Alain Robbe Grillet, Albert Maysles, David Lynch og Yoko Ono. Meðal heimildarmynda hans eru Home to Siberia (1993), Screaming Masterpiece (2005), At the Edge of the World (2007) og Imagine Peace, YokoOno (2012).

Michael Mann er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

Kari Norgaard er dósent í félagsfræði og umhverfisfræði við háskólann í Oregon. Undanfarinn áratug hefur hún birt fjölda greina og kennt á fræðasviðum á borð við umhverfisfélagsvísindi, kyn og umhverfi, kynþáttur og umhverfi, loftslagsbreytingar, menningarfélagsfræði, þjóðfélagshreyfingar og tilfinningafélagsfræði. Bókin hennar, Living in Denial: Climate Change, Emotions and Everyday Life kom út árið 2011.

Hilmar Oddssoner rektor Kvikmyndaskóla Íslands en hann lauk námi frá Kvikmyndaháskólanum í München, HFF, árið 1986. Hann hefur leikstýrt og verið meðhöfundur í fimm kvikmyndum, þar á meðal Tears of Stone og Cold Light, sem báðar hafa unnið fjölda af verðlaunum (innanlands sem utan. Hann hefur auk þess leikstýrt mörgum stuttmyndum og gert margar heimildarmynda (The Dieter Roth Puzzle). Hilmar hefur einnig leikstýrt meira en hundrað sjónvarpsþáttum.

Jón Ólafsson er prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans snúa að stjórnmálaheimspeki, siðfræði og sögu og menningu Sovétríkjanna. Hann er höfundur bókarinnarOranges frá Abkasíu (2012). Safn ritgerða hans nefnist Dissidence, conflict and propaganda (2009). Upp á síðkastið hefur Jón verið að vinna að lýðræðislegum kenningum, þekkingarfræðilegu lýðræði og lýðræðislegum tilraunum. Hann er ritstjóri Tilrauna í lýðræði: Ísland í kreppu og bata (útg. 2014).

Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

Steven Richer hefur starfað með virtum fyrirtækum og stofnunum eins og NBC Universal og Stanford háskóla og aðstoðað við framleiðslu og handritagerð fyrir MTV. Hann stofnaði margverðlaunuð félagasamtök sem eru með aðsetur í Silicon Valley í Kaliforníu árið 2007 og er nú að þróa nýtt fjölmiðlafyrirtæki sem er ekki rekið í hagnaðarskyni (e. non profit) og einbeitir sér að breytingum í heimsvitund og alþjóðlegri aðgerðarstefnu.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson útskrifaðist í kvikmyndafræði frá Columbia háskólanum. Hann hlaut verðlaun fyrir kvikmynd sína Á annan veg á Torino kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin á sér stað í hrjóstugru landslagi á Norðurlandi og var myndin endurgerð af David Gordon Green sem Prince Avalanche. Sú kvikmynd hlaut Silfurbjörninn fyrir bestu leikstjórn á 63. Berlínar kvikmyndarháíðinni. Hafsteinn Gunnar er að vinna að nýju verkefni sem nefnist Cold Spring.

Peter Sinclair er höfundur “Climate Denial Crock of the Week”. Hann starfar við hinn virta upplýsingavef Yale um loftslagsbreytingar og fjölmiðla og framleiðir á þeirra vegum myndbandaseríu sem kallast “This is Not Cool.” Hann hefur framleitt rúmlega 100 myndbönd sem eru notuð um allan heim til að miðla og útskýra mikilvægustu umhverfismálefni okkar tíma.

Stephen A. Smith er líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur eytt lífi sínu í að kanna, rannsaka og mynda afskekkt heimskautasvæði heimsins. Árið 2008 leikstýrði hann (ásamt Julia Szucs) heimildarmyndinni Arctic Cliffhangers (Best Wildlife Film: San Francisco Ocean Film Festival). Stephen og meðstjórnandi hans, Julia Szucs, eru stjórnendur óháðs kvikmyndaframleiðslufyrirtækis sem nefnist Meltwater Media og er staðsett í Alberta. Nýjasta kvikmynd þeirra er Vanishing Point (2012).

Herbert Sveinbjörnsson hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í Esbjerg í Danmörku og hjá Ríkisútvarpinu (RÚV). Herbert var einn stofnenda sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Edison's Moving Pictures árið 2001. Árið 2013 vann Herbert fyrstu verðlaun á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg fyrir kvikmynd sína Aska (e. Ash) sem lýsir eftirköstum eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010 .

Óli Grétar Blöndal Sveinsson er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar.

Julia Szucs hefur unnið við kvikmyndagerð síðan 2004, þegar hún vann að heimildarmyndinni Abandoned in the Artic. Formleg kvikmyndaþjálfun Juliu var við Gulf Islands Film and Television School en hún tók einnig Banff Adventure Filmmakers námskeið og var í Emerging Producer's Program við Northern Alberta Technology Institute. Hún er leikstjóri og rithöfundur Arctic Cliffhangers (2009) og Vanishing Point (2012).

Björn Þór Vilhjálmsson kennir kvikmyndafræði og bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar, bæði hérlendis og erlendis, um kvikmyndafræði, bókmenntafræði og menningarfræði. Björn Þór var einn stofnenda Edison's Moving Pictures árið 2001 en þar vann hann sem framleiðandi og/eða handritshöfundur í þónokkuð mörgum verkefnum.