2013-2017

Ráðstefnur Earth101

2017

23. október 2017. Háskóli Íslands, Reykjavík

Lýðræði og loftslagsbreytingar. Lausnir og hættur í fortíð, nútíð og framtíð.

Röð fyrirlestra með Frederic Hanusch og Christian Parenti, tveimur af fremstu sérfræðingum samtímans í rannsóknum á samspili lýðræðis og loftslagsbreytinga. Guðni Elísson, prófessor í Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, setur þingið, Jón Ólafsson prófessor í sömu deild, stýrir umræðum.

Frederic Hanusch lauk doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU) og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir, rannsóknir á hnattrænum breytingum og tímamælingafræði. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni.  

Christian Parenti er með doktorsgráðu í félagsfræði (með landafræði sem aukafag) frá London School of Economics og er prófessor í alþjóðlegum frjálsum menntum við New York háskóla. Í bókinni Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011), kannar Parenti hvernig loftslagsbreytingar valda nú þegar ofbeldi vegna víxlverkandi sambands við arfleifð efnahagslegrar nýfrjálshyggju og hernaðarhyggju kalda stríðsins. Þegar hann vann að bókinni ferðaðist hann og stundaði rannsóknir á átakasvæðum í þróunarlöndum á suðurhluta jarðar.  

Nýlegar rannsóknir Christians snúa að umhverfissögulegri aðkomu bandaríska ríkisins að hagþróun, allt frá stofnun lýðveldisins til dagsins í dag. Hann hefur lengi unnið sem blaðamaður og skrifað fréttir frá Afganistan, Írak og fjölmörgum svæðum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Hann hefur skrifað greinar í Fortune, The Washington Post, The New York Times, Middle East Report, London Review of Books, Mother Jones og The Nation (þar sem hann starfar sem gestaritstjóri). Hann hefur einnig gert nokkrar heimildarmyndir og unnið til fjölda verðlauna fyrir blaðamennsku, þar á meðal Lange-Tailor verðlaunin 2009 og verðlaun fyrir bestu tímaritsgreinina árið 2008 sem veitt eru af Félagi atvinnublaðamanna. Hann hlaut einnig tilnefningu til Emmy-verðlauna árið 2009 fyrir heimildarmyndina Fixer: The Taking of Ajmal Naqshbandi.

Lýðræði og loftslagsbreytingar: Horfur og afleiðingar, lýðræðistilraunir. Vinnustofa, 19-21. október

Lýðræðisleg ákvarðanataka veltur oft á orðræðuvaldi. Til þess að réttar ákvarðanir séu teknar, verða þeir sem vita meira eða segjast vita meira að sannfæra þá sem vita minna. Þetta er ein helsta áskorun lýðræðisins: Hvernig getum við verið viss um að þeir sem minna vita hlusti á þá sem vita meira í staðinn fyrir að hlusta á loddara sem segjast vita meira en gera það ekki eða þá sem stjórnast af öðrum hvötum sem hafa lítið að gera með almannaheill?

Einn af takmarkandi þáttum lýðræðis - sem er oft notaður til að sýna að lýðræði er flókið fyrirbæri - kemur af fáfræði almennings. Margar af ákvörðunum sem lýðræðislegar ríkisstjórnir verða að taka hafa flóknar langtímaafleiðingar. Fólk skortir þekkingu til að vinna úr orsakaþáttum og til að skilja áhrifin af stefnu stjórnvalda. Þess vegna er erfitt að gera greinarmun á góðum tillögum og vondum. Almenningur verður að treysta öðru fólki.

Loftslagsbreytingar eru mesta áskorun heims í dag. Þær eru auk þess mikil áskorun fyrir lýðræðið því til að bregðast við þeim verður að taka ákvarðanir og breyta stefnu án skjóts ávinnings og í sumum tilvikum krefjast viðbrögðin talsverðra skammtímafórna. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru einnig alvarleg ógn við lýðræðið: Í heimi þar sem loftslagsbreytingar hafa truflað hagkerfi, grafið undan stjórnmálalegri forystu og valdið umhverfislegum hörmungum, getur lýðræði sem félagsleg stofnun ekki staðist valdstjórnandi stjórnunarform sem byggist á óhefluðu valdi frekar en að fá almenning í lið með til að styðja við stefnurnar.

Vinnustofan mun fjalla um lýðræði út frá þessum tveimur sjónarhornum:

  1. Hvernig getur/tekst lýðræði (í dag) að takast á við loftslagsbreytingar? Hvaða möguleika býður lýðræðið upp á í baráttunni fyrir því að færa stefnur stjórnvalda í takt við raunveruleikann: Getur almenningur í lýðræðislandi eða lýðræðislega kjörnir leiðtogar brugðist við loftslagsbreytingum á nægilega kröftugan hátt til að hafa áhrif á þá umhverfislegu braut sem heimurinn er þegar á?

  2. Hver eru pólitísk örlög heims sem hefur ekki tekist að bregðast við áskoruninni sem loftslagsbreytingar eru? Við þurfum ekki einu sinni að notast við okkar verstu framtíðar sviðsmyndir til að geta ímyndað okkur raunverulega dystópíska framtíð. Á lýðræðið sér einhverja framtíð ef lýðræðislega kosin stjórnvöld virðast ekki geta brugðist við skýrum og yfirvofandi umhverfishamförum af manna völdum?

Auk þátttakenda í verkefninu munum við bjóða rannsakendur velkomna sem rannsaka lýðræðis- eða loftslagsstefnur. Vinnustofan er á dagskrá fimmtudag, 19. október og föstudaginn, 20. október - með aukafyrirlestrum sem áætlaðir eru á laugardeginum.

Fimmtudagur- 19. október

10.00-11.30 Christian Parenti (aðeins á ensku)
Storm Socialism and the Survival of Democracy.
In the United States, the political economic effects of catastrophic storms are already unfolding. But what are the implications for democracy, economic growth, and the possibility of social democratic redistribution? To answer these questions we need to understand the state’s actual role in the history of American economic development. Far from being a product of laissez-faire economics, the US economy has always involved very robust state action. In reality, the American government was one of the original developmentalist states. And the state remains heavily involved in shaping the economy. Throughout American history, crisis and catastrophe have played an instrumental role in calling fourth the state to transform the capitalist economy by means of semi-socialist policies. Might the onset of climate change and the new urban crisis it threatens be another such moment? Perhapse the climate crisis, by demanding adaptation and mitigation, contains latent progressive possibilities? It is not inconceivable that a type of “storm socialism”, a new of redistributive and enviormentally transformative political econmy of justice, emerges from the climate crisis. However, such a path would require that grassroots social movements become more sophisticated, imaginative, and agressive. Crutially, social movements will have to break their dependence on funding from large philanthropic foundations.

11.30-12.15 Guðrún Elsa Bragadóttir (aðeins á ensku).
On the Need to Fail: Agency and Alternatives in the Age of Climate Change. 
The paper will address environmentalists? resistance to the search for oil currently under way in the Dreki region out of Iceland?s north coast and explore the importance of ?inaction? in the context of Italian philosopher Giorgio Agamben?s concept of potentiality. Demanding that corporations and governments to suspend their short-term goals of accumulating profit amounts to demanding that they fail when it comes to accomplishing the goals of normative, capitalist society. The ideological power of those goals becomes manifest in the lack of response to analysis of global warming and its causes. This inability to react in the face of the scientific consensus on climate change will be discussed in the context of queer theory; Eve Kosofsky Sedgwick?s work on what theory can do to affect change in the world, as well as Jack Halberstam?s ideas on the importance of ?failure? within a heteronormative framework that does more harm than good

Hádegisverður

13.00-13.45 Salvör Nordal (aðeins á ensku).
Climate change and public participation. Some challenges to democracy TBA.

13.45-14.30 Alfred Moore (aðeins á ensku).
Consensus and Conspiracy in the Politics of Climate Science.
It is often suggested that political ignorance undermines democracy. Debates and policies on climate change are exhibit A for the prosecution. However, I will suggest that the story is more nuanced. In complex societies, we cannot avoid being enmeshed in webs of ‘epistemic dependence’, and face choices about whose voices to take as authoritative in particular contexts. A feature of democratic politics in many western states over the last half century has been a decline in deference to experts of various kinds, and a broad empowerment of people and groups to contest claims to expert knowledge. This is in many ways to be welcomed, but it creates a distinctive problem: how to we generate authoritative expertise in a context of empowered critical citizens and a wide range of alternative positions. One solution to this problem has been the appeal to consensus (98% of climate scientists!) and the development of a novel international institution designed to construct and promote a consensus on the science of climate change. In this essay I analyse the appeal and the problems of the reliance on consensus, and explore the ways in which consensus has itself been problematized. Democracies, I conclude, do have a problem, but it is not primarily one of public ignorance; it is rather to do with the distinctive ways in which the contestatory environment of democratic politics can go wrong.

14.30-15.15 Lars Binderup (aðeins á ensku).
Climate change denial and freedom of speech.
Recent decades have seen increased commercialization of the news media and polarization of news coverage. In addition, the average voter is now likely to get an important part of their information from social media as opposed to mainstream public news channels. Whereas the advent of the internet and social media is often ? and with some justification ? hailed as an empowerment of the people against elites and repressive regimes, these new technologies and a polarized press have evidently also become instruments for disinformation and the spread of prejudiced and ignorant views. The spread of climate change denialism is a prime example of this, but so are for example skepticism about vaccination programs, Brexit and Trump. Democracy depends for its viability and legitimacy on the existence of educated and well-informed citizens that are able to articulate their values and interests competently This in turn presupposes that news media provide accurate and balanced information about issues relevant to public policy including scientific knowledge. The paper argues that the future of democracy depends on a strengthened focus on the epistemic preconditions of a well-functioning democratic process. New measures (forms of epistemic paternalism) may have to be introduced. (Some (Lavik 2016) have even suggested a ban on climate change denial). But, the paper also takes a first look at possible negative human rights implications of such measures, especially with respect to free speech.

15.30-15.15 Guðni Elísson (aðeins á ensku).
Climate change, democracy and the good we seek.
In order to achieve the goal of keeping emissions under the 2°C limit, the global community will have to get ambitious carbon reduction bills passed. How likely are we to succeed in doing so if it is virtually impossible without some dramatic measures regarding energy consumption? And how likely are the politicians to go against the public will if it is fuelled by immediate self-interest and the counterarguments provided by the denial industry? Looking at the data, it is obvious that democratic societies will most likely be unable to stay below the 2°C limit, given the timeframe we have left to solve the problem.

16.15-17.00 Grigori Pasko & Helga Brekkan (aðeins á ensku).
To whom the truth is told.
Despotism and environment in Russia. Followed by a film screening

17.30-19.00 Kvikmyndasýning (aðeins á ensku).
Pasko the Journalist: The Dissident.
Grigory Pasko – the Ukrainian-Russian journalist and former prisoner of conscience, has for years been an active critic of the Russian government and has concerned himself with environmental issues in particular. The Documentary The Dissident covers ten years of Pasko’s work, after he started his journalistic investigation of Nord Stream – a project to build a huge gasline from Northern Russia through the North Sea and to Western Europe. Pasko’s critical discussion of Nord Stream has put him in opposition to the Russian authorities and his fight to save independent critical journalism in Russia has exposed many of the worst sides of Russian authoritarianism. The reaction to his work also raises questions about the willingness and capability of the Russian state to face some pressing contemporary problems such as climate change.

20.00 Kvöldverður

Sumac restuarant, Laugavegur 28

Föstudagur - 20. október

10.00-11.30 Frederic Hanusch (aðeins á ensku)
The Influence of Democratic Quality on Climate Performance in Democracies.
Taking a look at established democracies separately, some appear to be more successful in dealing with climate change than others. Yet the characteristics of climate change and the unintended consequences of democracy might contradict each other to different degrees, e.g. some democracies perhaps find better solutions than others to overcome their short-termism, in order to be able to better deal with the long time horizon of climate change. Hence, different levels of democracy might be an explanatory factor for differences in the climate performances. Beginning by outlining a concept of democratic efficacy, the talk provides an empirical analysis of the influence of the quality of democracy on climate performance across democracies. The specific case study of Canada’s Kyoto Protocol process is then used to explain the mechanisms of democratic influence in depth. It will be shown that overall stronger democratic qualities tend to lead to improved climate performances.

11:30-12:14 Jón Ólafsson (aðeins á ensku).
Seeing and believing: The epistemic challenge of climate change.
The distinction between a doxastic and epistemic character of democracy can be used to show that in an important sense democracy is not (at least not directly) about knowledge. Public deliberation aims at consensus but at the same time admits that full consensus is not necessarily desirable. Democratic deliberation is one means to establish democratic authority where a minority accepts a decision made by a majority because it agrees to a process. The problem of climate change evades this analysis since a proper response to climate change depends not on opinion but on knowledge. The talk will discuss whether the doxastic/epistemic mixture of climate politics is too toxic for democracy to resolve.

13:00-13:45 Maija Setälä (aðeins á ensku).
The Politics of Non-Existence: Defending Future Interests in Democratic Deliberation.
Inclusive forms of deliberation, i.e. processes of reason-giving, can be expected to correct individual biases of reasoning and enhance consideration of others? interests and perspectives. Deliberative processes have also been regarded as a potential way to enhance consideration of outgroups? interests even when they are not represented in the process. However, there are influential studies emphasizing the importance of ?the politics of presence? (Philips 1998), i.e. representation of diverse identities rather perspectives in a more abstract sense. When it comes to collective decision-making affecting future generations, the problem is not that of non-presence but rather that of non-existence. This calls for further measures to ensure the representation of future interests in democratic deliberation. These measures may entail fact-based information, appeals to deliberators? emotions such as empathy as well as specific mechanisms of accountability. The paper puts forward a variety of measures and evaluates their pros and cons from normative and practical perspectives.

13.45-14.30 Jonathan Kyuper (aðeins á ensku).
The democratic legitimacy of orchestration: the UNFCCC, non-state actors, and transnational climate governance
Is orchestration democratically legitimate?

On one hand, debates concerning the legitimacy and democratic deficits of international politics continue unabated. On the other, the Secretariat of the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) has progressively engaged in processes of orchestration culminating in the 2015 Paris Agreement. Scholarship on orchestration has almost exclusively focused on how to ensure effectiveness while excluding normative questions. This lacuna is addressed by arguing that orchestration should be assessed according to its democratic credentials. The promises and pitfalls of orchestration can be usefully analyzed by applying a set of democratic values: participation, deliberation, accountability, and transparency. Two major orchestration efforts by the UNFCCC both pre- and post-Paris are shown to have substantive democratic shortfalls, not least with regard to participation and accountability. Ways of strengthening the democratic legitimacy of orchestration are identified.
The paper was co-written with Karin Backstrand at Stockholm University.

15.00-15.45 Michael MacKenzie (aðeins á ensku).
A Democratic Solution to the ?Democratic Myopia? Problem.
In this paper, I argue that deliberative democratic processes can help encourage participants to become more future-regarding by compelling them to think more analytically and less intuitively about their political preferences and decisions. Careful analytical thinking is important in this context because most of us have intuitive, cognitive biases against the future. We tend to care more about the present than the future because the future is less certain and less concrete. We also normally pay more attention to the negative over the positive. As such, we tend to favour near-term benefits (which are concrete and positive) even if they have significant long-term costs, over long-term benefits with near-term costs (which are concrete and negative). These (and other) cognitive biases against the future are thought to be the primary cause of the democratic myopia problem. According to this theory, voters are short-sighted: they care more about their near-term interests and less about their future selves or future others. Short electoral cycles reinforce these tendencies because politicians need to appeal to the expressed preferences of voters with policies that have demonstrable near- term benefits. But this account of democracy implicitly (and sometimes explicitly) assumes that the preferences of voters exist prior to, or independently from, the democratic process itself. If voters have intuitive preferences for the short-term over the long-term we must, on this account, take those preferences as they are when they are fed into the democratic system. But this is not the only theory about how democracy works. Democracy empowers individuals by registering their voices (or votes), but democratic processes ? and in particular deliberative or discursive ones ? also help shape the interests and preferences of participants. Democratic processes that encourage or compel participants to justify their actions, also force participants to think more carefully (and less intuitively) about the potential consequences of their actions. If this is the case, there may be a democratic solution to the ?democratic myopia? problem. The solution is to ensure that our democratic systems become more and not less deliberative, such that all participants (voters, representatives, and other powerful actors) are continually required to justify their actions to others who are equally empowered to discursively challenge their claims.

15.45-16.30 Sævar Finnbogason (aðeins á ensku).
Deferring to our better selves.
Representative democracy seems to be in serious crisis with symptoms including; lack of trust in democratic institutions and expert testimony and the proliferation of alternative facts. The competitive nature of electoral politics often seems to hinder, rather than enable deliberative communication in the public sphere, and entrench polarization on difficult issues like climate change. Faced with this crisis some theorists have argued that empowered randomly selected mini-publics (MP) might play a role in strengthening democracy. Empowered MP’s have however been criticized for lacking the democratic legitimacy of elected representatives and more recently, Cristina Lafont (2015) has argued that empowering MP’s is incompatible with criterion of democratic legitimacy she defines as fundamental to deliberative democracy, the criterion of mutual justification. That citizens cannot not be expected to “blindly defer to their better selves”. Therefore, deliberative democrats should adopt a no shortcut view to the tension between participation and deliberation and not endorse any use of MP’s that may weaken the feedback-loop between elected representatives and their voters (Lafont, 2015, p. 42).
Epistemic democrats agree that we should enhance deliberative mass participation, but that is not my main concern in this paper. Rather, that if Lafont and other critics of empowering MP’s are right, MP’s would become de facto useless in a democratic context. I will argue that from an epistemic system view we do in fact have good reasons to defer to the recommendations of MP deliberations, that we might not have in the case of elected representatives. In conclusion, I address how we might approach the question of what kind of a democratic system this calls for.

18:30 Kvöldverður

Matur & Drykkur, Grandagarður 2

2016

 

Fortíð og framtíð í ljósi veðurfarsbreytingar. Hvað ógnar loftslagskerfinu?

27. maí 2016, kl. 13:00-17:00 á Háskólatorg í Háskóla Íslands.

Fyrirlestrar
Guðni Elísson: Earth2016
Michael E. Mann: Hörmungarspár: Skilningur á loftslagsbreytingum
Stefan Rahmstorf: Hækkun sjávar: Hversu hratt, hversu mikið?
Stefan Rahmstorf: Hægir Golfstraumurinn á sér?
Michael E. Mann: Hokkíkylfan og Loftslagsstríðin: Baráttan heldur áfram.
Michael E. Mann: Vitfirringa-áhrifin: Hvernig afneitun loftslagsbreytinga ógnar plánetunni okkar, eyðileggur stjórnmálin og gerir okkur vitfirrt
Stefan Rahmstorf: Öfgaveðurfar: Hvaða hlutverki gegnir hnattræn hlýnun??

Loftslagssérfræðingurinn Michael E. Mann er prófessor í lofthjúpsfræðum við Penn State háskólann. Hann gegnir einnig stöðu í jarðfræði- og jarðkerfastofnun skólans (EESI) og er forstöðumaður jarðkerfavísindamiðstöðvarinnar (ESSC). Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

Guðni Elísson: Earth2016.

Michael E. Mann: Hörmungarspár: Skilningur á loftslagsbreytingum

Þessi fyrirlestur hefst á yfirliti á þeim óyggjandi gögnum sem sýna fram á áhrif mannsins á loftslagið síðustu áratugi. Þeirra á meðal eru mælingar sem hafa verið aðgengilegar undanfarnar tvær aldir, fornveðurfarsathuganir sem teygja sig yfir árþúsund og samanburður á tölvulíkönum sem spá fyrir um lofslagsbreytingamynstur. Þá er fjallað um líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum, til dæmis möguleg áhrif vegna hækkunar yfirborðs sjávar, öfgakennds veðurfars og minnkandi vatnsbirgða. Fyrirlestrinum lýkur á umræðum um lausnir á loftslagsbreytingavandanum.

Stefan Rahmstorf: Hækkun sjávar: Hversu hratt, hversu mikið?

Hækkun á yfirborði sjávar er ein af óhjákvæmilegum afleiðingum hlýnunar jarðar, þar sem hlýrri hafsvæði stækka og þegar landís bráðnar eykst vatnsmagn sjávar. Athuganir sýna að yfirborð sjávar fari vissulega hækkandi og að hækkunin á 20. öld sé einstök samanborin við undanfarið árþúsund. En það er erfiðara að svara spurningunni um hversu hratt og hversu mikið yfirborð sjávar muni rísa í framtíðinni. Mikilvægasta spurningin er þessi: Hversu stöðugar eru jökulbreiðurnar á Grænlandi og á Suðurskautinu?

Stefan Rahmstorf: Hægir Golfstraumurinn á sér?

Ein af mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar sem loftslagsvísindamenn hafa lengi haft áhyggjur af, og hefur jafnframt verið kveikjan að Hollywood-kvikmyndum, er sú að Golfstraumurinn hægi á sér eða gæti jafnvel horfið. Reglulegar og skipulagðar athuganir á þessum risavaxna hafstraumi ná ekki nægilega langt aftur til að hægt sé að ákvarða hvort um sé að ræða einhvers konar langtímastefnu. En undanfarin ár hafa þó fundist sífellt fleiri vísbendingar þess efnis að Golfstraumurinn hafi hægt óvenjulega mikið á sér á 20. öld.

15 mínútna hlé

Michael E. Mann: Hokkíkylfan og loftslagsstríðin: Baráttan heldur áfram.

Hokkíkylfan hefur verið áberandi táknmynd í ágreiningnum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Um er að ræða auðskiljanlegt línurit sem Mann og kollegar hans settu fram til að lýsa breytingum á hitastigi jarðar allt frá árinu 1000. Línuritið birtist í ágripi fyrir stjórnvöld innan skýrslu IPCC árið 2001, þar sem það vakti mikla athygli og varð fljótlega hálfgert tákn deilunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í þessum fyrirlestri fer hann yfir söguna á bak við Hokkíkylfuna og notar hana sem vettvang til að velta fyrir sér í stærra samhengi hlutverki efahyggju í vísindum, óstöðugu sambandi vísinda og stjórnmála og þeirri hættu sem skapast þegar þeir sem hafa efnahagslegra hagsmuna að gæta og málpípur þeirra reyna að skekkja orðræðuna um vísindin sem móta framtíðarstefnur. Í stuttu máli sagt, reynir hann að nota Hokkíkylfuna til að komast í gegnum þoku falskra upplýsinga sem rekja má til herferðar þeirra aðila sem afneita loftslagsbreytingum og sýna þannig fram á hvernig hún felur þá raunverulegu ógn sem steðjar að framtíð okkar.

Michael E. Mann: Vitfirringa-áhrifin: Hvernig afneitun loftslagsbreytinga ógnar plánetunni okkar, eyðileggur stjórnmálin og gerir okkur vitfirrt

Í þessum fyrirlestri fjallar Mann um grafalvarleg málefni á nokkuð léttleikandi hátt – ógnina sem stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum og hvernig hægt er að bregðast við henni. Fyrirlesturinn byggir á samstarfi Manns og Toms Toles, sem er skopmyndateiknari hjá Washington Post. Þeir notuðust við satíru og jafnvel háð til að bregðast við afneitunarherferðum með einstaklega glöggum, hárbeittum og ögrandi loftslagstengdum skopmyndum Toms í Washington Post. Með því að nota skopmyndir Toms sem sniðmát (bæði nýjar og þær sem voru þegar til) fóru þeir vandlega yfir vísindalegar sannanir fyrir loftslagsbreytingum, ástæður þess hvers vegna okkur ætti ekki að standa á sama og fráleitar tilraunir sérhagsmunahópa og flokkapólitíkusa til að villa um fyrir almenningi, ráðast á vísindin og vísindamenn og afneita því að vandamálið væri til staðar. Þrátt fyrir gífurlegt umfang vandans sem vofir yfir mannkyninu lýkur hann umræðunni á glaðlegum og hóflega bjartsýnum nótum.  

Stefan Rahmstorf: Öfgaveðurfar: Hvaða hlutverki gegnir hnattræn hlýnun?

Mannkynið hefur alla tíð þurft að þola öfgar í veðurfari. En samt sem áður sýna gögnin fram á að umfang tiltekinna öfga í veðurfari hafi aukist undanfarna áratugi. Ákveðnar öfgar, eins og hitabylgjur, þurrkar og stórfelldar rigningar, eru óhjákvæmilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. En aðrar afleiðingar hafa komið loftslagsfræðingum í opna skjöldu, til dæmis breytingar á vindröstum og hnattbylgjum í lofthjúpnum sem hafa verið tengdar nýlegu og fordæmalausu öfgaveðurfari.

2015

Hugvísindi á tímum loftslagsbreytinga

Hið hagnýta, frásagnir og eldsneyti.

27. maí 2015, Háskóli Íslands, Reykjavík.

Pinkus er prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla og flytur þrjá stutta fyrirlestra á Háskólatorgi sem nefnast: "Hugvísindi á tímum loftslagsbreytinga", "Gegn hinu hagnýta?", "Loftslagsbreytingar og frásagnir: Ímynduð mistök, möguleg framtíð" og "Að hugsa með eldsneyti".

Prófessor Karen Pinkus er meðlimur í ráðgjafarnefnd um sjálfbæra framtíð við Atkinson Center og meðlimur í rannsóknarhópi um loftslagsbreytingar við þá sömu stofnun. Karen hefur birt fjölda greina um ítalska menningu, bókmenntafræði, kvikmyndir, sjónræn fræði og umhverfisvísindi.

Karen Pinkus byrjaði að skrifa um loftslagsbreytingar fyrir tíu árum síðan. Hún heldur því fram að hugvísindafólk sé misskilið. Oft er litið á það sem annaðhvort „listafólk“ (sem getur skapað verk sem vekja aðra til umhugsunar um ástandið og höfða til tilfinninga þeirra); „blaðamenn“ (sem setja fram flókin vísindi á læsilegu máli til að aðrir sýni viðbrögð); eða „atferlissinna“ (sem geta útskýrt hegðun manna og hvernig er hægt að breyta henni). Karen er hins vegar talskona óhagnýtra hugvísinda, að við hugsum um loftslagsbreytingar af mannavöldum sem einstakt fyrirbæri, frekar en enn eitt umhverfismálið, og frekar en vandamál sem hægt er að leysa eins og hvert annað með betri tækni.

1. Hugvísindi og loftslagsbreytingar: Gegn hinu hagnýta.

Í þessum fyrirlestri heldur Karen því fram að hugvísindin séu þýðingarmikil í baráttunni við loftslagsbreytingar, ekki vegna þess að þau hafi hagnýt áhrif á lausnamiðuð tækni- og stefnumál, heldur einmitt vegna óhagkvæmni hugvísindanna; þau eru gagnrýnin fræði sem bera kennsl á eigin annmarka með tilliti til þeirrar gríðarlegu sundrungar sem við stöndum frammi fyrir á okkar tímum, sem kallast nú mannöld.

2. Loftslagsbreytingar og frásagnir: Ímynduð mistök, möguleg framtíð.

Hér skoðar Karen nýju greinina „loftslagsbreytingabókmenntir“. Rithöfundar eru svo sannarlega þegar farnir að skrifa um loftslagsbreytingar sem vandamál, ýmist í samtímanum eða í (dystópískri) framtíð. En flestar þessara frásagna byggja á afar kunnuglegum hefðum og tungumáli. Karen færir rök fyrir því að endurtekning gamalla og gróinna frásagna, sem birtist jafnvel í loftslagsskáldskap, beri vott um einstakan skort á ímyndunarafli. Í þessum fyrirlestri verður leitast við að setja úr skorðum eða hrekja hugmyndina um að hefðbundinn raunsæisskáldskapur – þótt hann eigi sér stað í breyttu loftslagi – sé í samræmi við mannöldina. Til að leita fullnægjandi skilnings á því tímatengda rofi sem fylgir því að vinna úr jörðu og brenna kolefni sem hefur safnast saman undir yfirborðinu í milljónir ára, er hugsanlega betra að snúa sér að epískum fornsögum. Löngu áður en „umhverfið“ varð hugtak sem vísaði til „þess sem umlykur, en er annað en mannlegt“, löngu áður en sprenging varð í fólksfjölgun og áður en vinnsla jarðefnaeldsneytis varð samofin iðnaðarframleiðslu, tókst frásögnum eins og Ódysseifskviðu og Íslendingasögunum að lýsa tímatengdum óstöðugleika sem á miklu betur við nú á dögum.

3. Að hugsa með eldsneyti.

Það kann að nægja að krefjast aðskilnaðar eldsneytis og orku til að fólk fari að hugsa; til að beina athygli okkar frá þeim vélum og kerfum sem eru til staðar einungis vegna þess að framtíðin – með öllum þeim margþættu áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér – gæti tekið gagngerum breytingum. Í nýlegri rannsókn mældi hópur breskra vísindamanna hversu mikið af þeirri olíu og kolum sem þegar hafa fundist þyrftu að fá að liggja um kyrrt í jörðinni til að við gætum forðast „hamfarahlýnun“. Rannsakendur gáfu sér þær forsendur að rúmlega 90% af bandarískum og áströlskum kolum yrðu ekki notuð, auk nánast alls olíusands Kanada (fyrir 20 billjónir dollara). Karen er sannfærð um að gagnrýnin fræði setji hugmyndina um „að nýta ekki“ í mikilvægt samhengi: Ef við látum eldsneytið liggja í jörðu viðurkennum við tilvist þess, að við höfum mælt það og rannsakað, að við höfum varið fjármunum í rannsóknir og þróun, leigusamninga og svo framvegis. Ef við látum eldsneytið liggja óhreyft í jörðinni eigum við í sérstöku sambandi við það, sem byggir ekki aðeins á and-neyslu, heldur er það svo margslungið að gagnrýnin fræði, sem taka með í reikninginn eigin vangetu til að sigrast á leyndardómum heimsins, virðast bæði nauðsynleg og siðferðilega aðkallandi.

 

2015

Heit framtíð, kalt stríð: Vísindin og loftslagsumræðan.

Loftslagsvísindi og loftslagsskilningur

1. mars. Kl. 13.00-17.00, Háskólatorgi í Háskóla Íslands.

Fyrirlestrar
Guðni Elísson: Earth2015
Gavin Schmidt: Hermilíkön yfirvofandi loftslagsbreytinga
Erick Fernandes: Lækkum hitann Hvers vegna við þurfum að forðast 4°C heitari heim.
Kevin Anderson: Staðið við 2°C: Þróun eða bylting?
Erik M. Conway: Sölumenn efans: Hvernig loftslagsvísindin urðu fórnarlamb kalda stríðsins.

Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands stýrir umræðum.

Gavin Schmidt hóf feril sinn hjá Goddard-geimvísindastofnun NASA árið 1996 og er nú orðinn forstöðumaður stofnunarinnar. Helsta rannsóknarsvið hans er þróun og greining á hermilíkönum fyrir loftslag jarðar og hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig þau má nota til upplýstrar ákvarðanatöku. Schmidt lauk doktorsprófi í reiknifræði við University College í London árið 1994. Hann hefur birt rúmlega 100 ritrýndar greinar og er einn höfunda bókarinnar Climate Change: Picturing the Science (W.W. Norton, 2009), sem er samstarfsverkefni loftslagsvísindamanna og ljósmyndara. Hann var fyrstur til að hljóta verðlaun Jarðeðlisfræðisamtaka Bandaríkjanna fyrir miðlun upplýsinga um loftslagsmál árið 2011.  

Erick Fernandes er ráðgjafi í málefnum landbúnaðar, skógræktar og loftslagsbreytinga við Alþjóðabankann og leiðir ásamt fleirum alþjóðlegt teymi sérfræðinga bankans um aðlaganir vegna loftslagsbreytinga. Erick fæddist í Keníu og ólst upp á þurrviðrasömum svæðum Norður-Keníu, Eþíópíu og Sómalíu. Hann er með doktorsgráðu í jarðvegsfræði frá háskólanum í Norður-Karólínu. Áður en Fernandes gekk til liðs við Alþjóðabankann starfaði hann sem alþjóðlegur prófessor í uppskeru- og jarðvegsvísindum við Cornell-háskóla, þar sem hann stundaði rannsóknir og kenndi námskeið um landbúnaðarvistkerfi í hitabeltinu, vatnafarsgreiningu og náttúrulegar auðlindir. Hann hafði umsjón með alþjóðlegu verkefni sem stuðlaði að því að beina bændum frá sviðjubúskap og var aðalrannsakandi í umfangsmiklu verkefni sem styrkt var af NASA og sneri að lífhvolfinu og gufuhvolfinu.

Kevin Anderson er prófessor í orkumálum og loftslagsbreytingum við véla-, flugvéla- og byggingaverkfræðideild Háskólans í Manchester. Hann lauk nýlega tveggja ára stöðu sem forstöðumaður Tyndall-stofnunarinnar, helstu akademísku rannsóknastofnun loftslagsbreytinga í Bretlandi. Rannsóknir Kevins sýna að það er lítill sem enginn möguleiki á að viðhalda hlýnun meðalhitastigs á yfirborði jarðar undir 2°C, þrátt fyrir háværar raddir sem halda því fram. Enn fremur sýna rannsóknir hans að það krefjist róttæks endurskipulags á umræðunni um loftslagsbreytingar og efnahagslegri skilgreiningu samtímasamfélaga að halda okkur undir aðeins 4°C hlýnun.

Erik Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar.   Eric Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar. 

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað tvær bækur og rúmlega fimmtíu greinar á sviði bókmennta, kvikmynda, menningarfræða og umhverfismála. Hann hefur einnig ritstýrt á þriðja tug bóka.

Halldór Björnsson er verkefnisstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands

2015

Verðlaunamyndir úr stuttmyndakeppni Alþjóðabankans um loftslagsmál -Action4Climate - í samstarfi við Stockfish kvikmyndahátíðina.

27. febrúar. Kl. 20-22 í Bíó Paradís, Reykjavík 

Ókeypis aðgangur (texti fyrir neðan aðeins á ensku).

Earth101, in further collaboration with Stockfish, European Film Festival in Reykjavik, presents the screening of prize-winning films from the Action4Climate project, a global documentary challenge, developed and supervised by the Connect4Climate campaign of the World Bank, followed by a panel discussion on the project and its results.

Representatives from the World Bank, Francis Dobbs and Erick Fernandes, will take part in panel discussions, along with Ellý Katrín Guðmundsdóttir, who is Reykjavik City?s CEO and Deputy Mayor, and climate specialists Kevin Anderson, Erik Conway, and Gavin Schmidt. Professor Guðni Elísson will be the moderator.

The Action4Climate video documentary competition was designed to give aspiring young film makers around the world the chance to portray creatively their particular perspectives on climate change issues. Launched in early 2014 by Connect4Climate, a global partnership program dedicated to climate change communication, Action4Climate received more than 230 entries from 70 countries showing a new world of climate impacts, solutions and actions to address one of our generation?s greatest challenges. The Italian film director and screenwriter, Bernardo Bertolucci, chaired a renowned jury of film makers tasked with choosing winning films in two age categories, 14?17 and 18?35.
 
We were amazed by the originality of the stories and the genuine concern shown by these young film makers about the effects of climate change. They described the effects of climate change from hundreds of different points of view. Selecting winners was an almost impossible task.
Bernardo Bertolucci

Þáttakendur í pallborðsumræðum:

Kevin Anderson er prófessor í orkumálum og loftslagsbreytingum við véla-, flugvéla- og byggingaverkfræðideild Háskólans í Manchester. Hann lauk nýlega tveggja ára stöðu sem forstöðumaður Tyndall-stofnunarinnar, helstu akademísku rannsóknastofnun loftslagsbreytinga í Bretlandi.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir er borgarritari. Hún er lögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í umhverfis- og alþjóðarétti frá lagadeild háskólans í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu og hjá Alþjóðabankanum í Washington DC þar sem hún var meðhöfundur bókarinnar Legislating Sustainable Fisheries.

Erik Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar.   Eric Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar. (2014).

Francis Dobbs er yfirmaður kvikmyndadeildar Alþjóðabankans í Washington. Hann er breskur ríkisborgari og starfaði við sjónvarpsgerð og sjálfstæða kvikmyndagerð áður en hann hóf störf við fjölmiðladeild Alþjóðabankans fyrir 25 árum. Hann sá um litla framleiðslueiningu hjá bankanum sem framleiddi fjölbreytt myndefni um þróunarmál og tók þátt í framleiðslu heimildarmynda fyrir sjónvarp áður en hann gekk til liðs við Connect4Climate, sem fjallar um loftslagsbreytingar og loftslagsaðgerðir.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað tvær bækur og rúmlega fimmtíu greinar á sviði bókmennta, kvikmynda, menningarfræða og umhverfismála. Hann hefur einnig ritstýrt á þriðja tug bóka.

Erick Fernandes er ráðgjafi í málefnum landbúnaðar, skógræktar og loftslagsbreytinga við Alþjóðabankann og leiðir ásamt fleirum alþjóðlegt teymi sérfræðinga bankans um aðlaganir vegna loftslagsbreytinga. Hann er með doktorsgráðu í jarðvegsfræði frá háskólanum í Norður-Karólínu.

Gavin Schmidt Gavin Schmidt hóf feril sinn hjá Goddard-geimvísindastofnun NASA árið 1996 og er nú orðinn forstöðumaður stofnunarinnar. Helsta rannsóknarsvið hans er þróun og greining á hermilíkönum fyrir loftslag jarðar og hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig þau má nota til upplýstrar ákvarðanatöku.

2015

Heimildamyndin Sölumenn efans (e. Merchents of Doubt). Erik Conway svarar spurningum úr sal.

26. febrúar, 2015. (texti fyrir neðan aðeins á ensku). 

Earth101, in collaboration with Stockfish, European Film Festival in Reykjavik, presents the special screening of Robert Kenner?s shocking documentary Merchants of Doubt followed with a Q&A session with Professor Erik Conway, co-author, with Naomi Oreskes, of the famous book criticizing the deliberate production of misleading knowledge on climate change by stakeholders in the fossil fuel industry.

The film concerns itself with the denial industry in the United States, how a group of individuals funded by U.S. corporations has in recent decades systematically worked at derailing the discussion on various important subjects, from tobacco smoking to the threat of climate change.

Erik Conway will be present to take questions from the audience after the screening along with Kevin Anderson and other climate specialists. Guðni Elísson will be the moderator of the panel discussions. Conway is a historian of science and technology residing in Pasadena, CA, currently employed by the California Institute of Technology. He studies and documents the history of space exploration, and examines the intersections of space science, Earth science, and technological change. In addition to the  he has also written the co-written with Oreskes Eric Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar. 

Robert Kenner is a documentary filmmaker who has worked for The National Geographic and PBS and was nominated for an Oscar for Best Documentary for 2010s Food, Inc. A film that Variety claimed ?does for the supermarket what Jaws did for the beach.?

Kvikmyndadómar (á ensku):

“The film doesn’t just highlight the ingenuity of the sceptics. It also underlines how feeble thescientific community has been at standing up for itself.”
Geoffrey Macnab, The Independent.

“Unravelling the myriad methods through which ideology consistently trumps evidence (we see what we believe, not vice versa), […] explaining how carnival-huckster showmanship has been used to make hard-and-fast scientific evidence of man-made global warming disappear before our very eyes.”
Mark Kermode, The Guardian

Bókadómar (á ensku):

“Oreskes and Conway paint an unflattering picture of why some scientists continue to stand against the overwhelming scientific consensus on issues at the center of public discussion.”
USA Today

“[A] fascinating and important study…Merchants of Doubt deserves a wide readership. It is tempting to require that all those engaged in the business of conveying scientific information to the general public should read it.” deserves a wide readership. It is tempting to require that all those engaged in the business of conveying scientific information to the general public should read it.?
Science

“With exhaustive detail Oreskes and Conway relate the history of how industries and special interests in the United States have confused the populace and government in order to protect profits and ideology at the expense of American’s health and the quality of the environment.”
San Francisco Book Review

 

2015

Strúturinn eða Fönixinn?: Mishljómur eða sköpunargleði í heimi loftslagsbreytinga 

25. febrúar 2015. 13.50-14.50 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands.

Prófessor Kevin Anderson, fráfarandi forstöðumaður Tyndall-loftslagsstofnunarinnar í Manchester, flytur erindi á Háskólatorgi (sal HT-105), miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.50-14.50.

Rannsóknir Kevins sýna að það er lítill sem enginn möguleiki á að viðhalda hlýnun meðalhitastigs á yfirborði jarðar undir 2°C, þrátt fyrir háværar raddir sem halda því fram. Enn fremur sýna rannsóknir hans að það krefjist róttæks endurskipulags á umræðunni um loftslagsbreytingar og efnahagslegri skilgreiningu samtímasamfélaga að halda okkur undir aðeins 4°C hlýnun.

Slík grundvallarbreyting felur í sér þrjá skýra valkosti fyrir samfélagið. Að viðhalda þeirri blekkingu að það nægi að takast á við loftslagsbreytingar með umræðu, fjárhagslegum fínstillingum og hægum áfangaskiptum breytingum; að túlka niðurstöðurnar sem tákn um örvæntingu og tilgangsleysi; eða viðurkenna að helsta hindrunin á vegi umbreytinga í heiminum er skortur okkar á skýrleika og hugarflugi til að sjá fyrir okkur hverju má breyta, og að með því að beisla án tafar vilja mannskepnunnar og hugvit hennar er enn hægt að stofna velmegandi samfélög sem þola loftslagsbreytingarnar og losa minna af gróðurhúsalofttegundum.

Kevin Anderson er ekki aðeins forstöðumaður einnar virtustu stofnunar í loftslagsbreytingum í heiminum, heldur er hann að mati heimspekingsins Clive Hamilton (auk Alice Bows) höfundur eins mikilvægasta fræðirits um loftslagsbreytingar. Hamilton hefur einnig kallað Anderson „Einn mest ógvekjandi mann á jörðinni?“ En um leið fullyrt það að "við verðum að vera þakklát fyrir óhagganlegan heiðarleika hans og samúð".

Anderson hefur tekið þá ákvörðun, af siðferðislegum ástæðum, að hætta að nota flugsamgöngur og mun ferðast til Íslands sjóleiðis. Það er mikill heiður fyrir Earth101 að fá hann til Íslands til að halda þennan fyrirlestur.

2015

Brennandi spurningar. Hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda?  

Tveir fyrirlestrar sem Mike Berners-Lee heldur í Öskju, fimmtudaginn 4. desember 2015. Hann er einn fremstu sérfræðinganna í kolefnissporum og forstöðumaður Small World Consulting við háskólann í Lancaster. Hann er höfundur bókarinnar How Bad are Bananas? The Carbon Footprint of Everything (2010) og skrifaði ásamt Duncan Clark bókina The Burning Question: We can‘t burn half the world‘s oil, coal and gas. So how do we quit? (2013).

Hitamálin: Hversu mikið eldsneyti þarf að vera neðanjarðar? Hvers vegna er þetta svona erfitt? Hvað er til ráða?

Losun vegna orkunotkunar hefur verið í gríðarlegum veldisvexti í að minnsta kosti 160 ár. Hingað til hafa viðbrögð heimsbyggðarinnar við loftslagsbreytingum ekki leitt til stefnubreytinga á þessu langtímaferli. Hvers vegna hafa ekki nýsköpun, orkunýtni eða endurnýjanlegir orkugjafar komið okkur til bjargar? Hvers vegna hafa markmið einstaklinga, sérstakra svæða eða heilu þjóðanna engu breytt? Hvert leiðir kúrfan okkur ef þetta heldur svona áfram? Er meðvituð íhlutun virkilega nauðsynleg? Ef svo er, hvaða blanda af pólitík, hagfræði, tækni og sálfræði gerir hana mögulega? Mike byggir á bók þeirra Duncans Clark, The Burning Question (2010) til að kanna hreyfilögmál orkukerfisins í stærra samhengi. Eftir að hafa sýnt fram á hreyfilögmál orkukerfis heimsins í stærra samhengi, þar sem orkunýtni, nýsköpun og aðgerðir í áföngum geta ekki á nokkurn hátt dregið úr veldisvexti losunar, skoðar Mike Berners-Lee í öðrum hluta fyrirlestursins hvað þarf til að ná fram þeim hnattrænu kolefnishömlum sem heimurinn þarfnast nauðsynlega. Mike bendir á sex mikilvæg lykilskref: Að vakna, setja þak á kolefnislosun, knýja stjórnvöld til aðgerða, finna réttu tæknina, leysa vandamál tengd landnýtingu og gera plan B. Mike telur raunhæft að vera vongóður, þrátt fyrir mistök mannkynsins hingað til og hann skoðar hvað hvert okkar gæti gert til að hjálpa til við að standast loftslagssáttmálann.

2014

Hafið, framtíðin sem við viljum

Dan Laffoley er aðalráðgjafi um hafrannsóknir og hafvernd við alþjóðlega haf- og heimskautarannsóknaverkefni IUCN og varaformaður hafrannsókna við alþjóðanefnd hafverndarsvæða. Hann er stjórnar- eða nefndarmeðlimur margra fremstu hafrannsóknarsamtaka Bretlands og sjálfstæður ráðgjafi breska ríkisins um hafvísindi.  Á undanförnum áratugum hefur orðið vitundarvakning um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til að vernda heimshöfin. Vísindin sýna fram á að hafið sé undir álagi af margþættum orsökum – ekki aðeins vegna álags og áhrifa frá okkur heldur vegna loftslagsbreytinga, súrnunar sjávar, mengunar og súrefnisþurrðar vegna lækkandi súrefnishlutfalls. Til að veita þessum afleiðingum viðnám hafa flestar þjóðir heims skrifað undir alheimsmarkmið til verndar hafsvæðum, meðal annars með sérstökum hafverndarsvæðum. Dan Laffoley greinir frá nokkrum af þeim helstu ógnum sem steðja að hafinu og ræðir nýlega framþróun í átt að vernda og endurheimta heilbrigði sjávar. Nýlegar umræður, sem fóru til að mynda fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, gefa til kynna að við þurfum að gera mun betur í verndun og stjórnun hafsins. Umfang áskorananna sem við stöndum frammi fyrir vegna heilbrigðis hafsins er slíkt að allir ættu að hafa sameiginlega hagsmuni af því að viðhalda viðnámsþrótti hafsins til að geta haldið áfram að meta, stjórna og nýta auðlindir þess. Fyrirlesturinn fjallar um þessi almennu áhyggjuefni og framtíðartækifæri.

2013

Loftslagsvísindi og loftslags umræða

Á fyrstu Earth101 ráðstefnunni voru fluttir fyrirlestrar frá fremstu loftslagssérfræðingum heims:

Stefan Rahmstorf sem er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

Michael Mann sem er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

Kari Norgaard er dósent í félagsfræði og umhverfisfræði við háskólann í Oregon. Undanfarinn áratug hefur hún birt fjölda greina og kennt á fræðasviðum á borð við umhverfisfélagsvísindi, kyn og umhverfi, kynþáttur og umhverfi, loftslagsbreytingar, menningarfélagsfræði, þjóðfélagshreyfingar og tilfinningafélagsfræði. Bókin hennar, Living in Denial: Climate Change, Emotions and Everyday Life kom út árið 2011.

Peter Sinclair er höfundur Climate Denial Crock of the Week . Hann starfar við hinn virta upplýsingavef Yale um loftslagsbreytingar og fjölmiðla og framleiðir á þeirra vegum myndbandaseríu sem kallast “This is Not Cool.” Hann hefur framleitt rúmlega 100 myndbönd sem eru notuð um allan heim til að miðla og útskýra mikilvægustu umhverfismálefni okkar tíma.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði. Hann hefur skrifað tvær bækur og rúmlega fimmtíu greinar á sviði bókmennta, kvikmynda, menningarfræða og umhverfismála. Hann hefur einnig ritstýrt á þriðja tug bóka. Hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig pólitískar hugveitur hafa áhrif á umræðu um umhverfismál á Vesturlöndum.


2013

Eftirfarandi fyrirlestrar voru fluttir 5. október 2013 í þessari röð:

Guðni Elísson: “Earth101”

Stefan Rahmstorf: “The Climate Crisis”

Michael Mann: “The Hockey Stick and the Climate Wars”

Kari Norgaard: “Living in Denial: Climate Change, Emotions and Everyday Life”

Peter Sinclair: “Communicating Climate Science in the Disinformation Era”


Upptökur: Phil Coates

Klipping: Ryan Chapman

2013

Í þessum fyrirlestri skýrir Stefan Rahmstorf prófessor hvernig aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu frá upphafi iðnbyltingar hefur leitt til þess að hann hefur aldrei verið meiri í milljón ár. Á sama tíma hefur yfirborðshiti jarðar hækkað um 0,8°C. Þessi hlýnun heldur ótvírætt áfram: undanfarin ár eru þau heitustu sem mælst hafa síðan hnattrænar mælingar hófust fyrir 130 árum. Ísþekjan á Norðuríshafinu minnkar hratt og náði nýju lágmarki í september 2012. Risavaxnar jökulbreiður á Grænlandi og Suðurskautslandinu hopa sífellt hraðar eins og gögn úr gervihnöttum sýna greinilega. Þetta leiðir til hækkunar á yfirborði sjávar - það reis um 1 cm á áratug í upphafi 20. aldar en hefur risið um 3 cm á áratug undanfarin tuttugu ár. Nýverið hafa gengið yfir jörðina raðir fordæmalausra veðuröfga, eins og t.d. hitabylgjan í Rússlandi 2010, flóðin í Pakistan sama ár og hitabylgjan í Bandaríkjunum sumarið 2012. Til að koma í veg fyrir óviðráðanlegar loftslagsbreytingar getum við enn takmarkað hnattræna hlýnun við að hámarki 2°C – en aðeins með því að grípa til afgerandi og skjótra aðgerða til að umbreyta orkukerfi okkar.

2013

Hokkíkylfan og loftslagsstríðin: Fréttir frá fremstu víglínu

Hokkíkylfan hefur verið áberandi táknmynd í ágreiningnum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Um er að ræða auðskiljanlegt línurit sem Mann og kollegar hans settu fram til að lýsa breytingum á hitastigi jarðar allt frá árinu 1000. Línuritið birtist í ágripi fyrir stjórnvöld innan skýrslu IPCC árið 2001, þar sem það vakti mikla athygli og varð fljótlega hálfgert tákn deilunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í þessum fyrirlestri fer hann yfir söguna á bak við Hokkíkylfuna og notar hana sem vettvang til að velta fyrir sér í stærra samhengi hlutverki efahyggju í vísindum, óstöðugu sambandi vísinda og stjórnmála og þeirri hættu sem skapast þegar þeir sem hafa efnahagslegra hagsmuna að gæta og málpípur þeirra reyna að skekkja orðræðuna um vísindin sem móta framtíðarstefnur. Í stuttu máli sagt, reynir hann að nota Hokkíkylfuna til að komast í gegnum þoku falskra upplýsinga sem rekja má til herferðar þeirra aðila sem afneita loftslagsbreytingum og sýna þannig fram á hvernig hún felur þá raunverulegu ógn sem steðjar að framtíð okkar.

2013

Í þessum fyrirlestri styðst Kari Norgaard prófessor við viðtöl og þjóðfræðileg gögn frá bæjarfélagi í vesturhluta Noregs sem safnað var óvenju hlýjan vetur 2000-2001, til að lýsa því hvernig vitundin um loftslagsbreytingar hefur áhrif á hversdagslífið. Í fréttum dagblaða, bæði bæjarblaða og á landsvísu, voru hlýindin þennan vetur afdráttarlaust tengd við hlýnun jarðar. Samt sem áður skrifuðu bæjarbúar ekki bréf til ritstjóranna, þeir beittu stjórnmálamenn engum þrýstingi og drógu ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis. Norgaard lýsir því hvernig fólkið fann fyrir sektarkennd, bjargarleysi og ótta yfir því sem framtíðin kynni að bera í skauti sér, þegar það stóð frammi fyrir vitneskjunni um loftslagsbreytingar. Loks býr hún til líkan af samfélagslega skipulagðri afneitun til að lýsa því hvernig fólk normalíseraði þessar óþægilegu tilfinningar með því að virkja tiltekin samtalsviðmið og orðræðu sem virkaði eins og „verkfæri í þágu þjóðskipulags“. Loks styðst hún við kenningar tilfinningafélagsfræði, umhverfisfélagsfræði og menningarfélagsfræði til að lýsa „félagslegu skipulagi loftslagsafneitunar“ á ýmsum stigum, allt frá tilfinningum til menningarvenja og hagfræði.

2013

Peter Sinclair hefur búið til rúmlega hundrað YouTube-myndbönd sem eru notuð í háskólum um allan heim til að miðla uppgötvunum á sviði loftslagsvísinda og sýna hvernig skipulagðar loftslagsafneitunarherferðir reyna að villa um fyrir almenningi. Sinclair lýsir því hvernig hann lærði af og hafði samskipti við vísindamenn í fremstu röð til að geta miðlað niðurstöðum rannsókna þeirra á sem skýrastan hátt. Í fyrirlestrinum verða sýndar áhrifaríkar myndir og hreyfimyndir sem lýsa umfangi hnattrænna breytinga, því sem vísindamenn segja um þær og hvað almenningur getur gert ef hann vill takast á við þetta alvarlega ástand sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.

2013

Nágranni minn, morðingi minn.

Sýning á bandarísku heimildamyndinni Nágranni minn, morðingi minn. Anne Aghion, heimildagerðarkona svarar spurningum úr sal eftir sýninguna.

2013

Sálfræðin sem býr að baki stríðinu gegn umhverfisvísindum

Bandaríski blaðamaðurinn Chris Mooney hefur í bókum sínum varpað fram áleitnum spurningum um stöðu vísindanna í samtímanum og afstöðu stjórnmálanna til þeirra. Mooney er höfundur bókanna The Rebublican Brain (2012), Storm World (2007), The Republican War on Science (2005) og er meðhöfundur Unscientific America (2009) ásamt Sheril Kirshenbaum. Chris Mooney hefur skrifað greinar í The Washington Post, The Los Angeles Times, Mother Jones og The Atlantic.