Fræðsla til framtíðar

earth 101

Í hnotskurn...

Verkefnið

Earth101 vefurinn er alþjóðleg upplýsingaveita um loftslagsmál. Sem slíkur er vefurinn myndrænn þar sem áhersla er lögð á kvikmyndaða vísindafyrirlestra, þverfagleg kvikmynduð viðtöl og fræðslumyndbönd. Markmiðið með vefnum er að: a) útskýra grunnatriði loftslagsvandans; og b) miðla nýjustu rannsóknum fræðimanna; – en með þeim hætti er hægt að nota vefinn sem kennslutæki á flestum skólastigum, frá grunnstigi upp á háskólastig.

Stuttmyndir

 Fræðslumyndbönd sem sýna m.a. hitafarsþróun og áhrif hennar á sjávarstöðu og gróðurfar, myndbönd um súrnun sjávar, breytingu haf- og loftstrauma, fyrirlestra sem fjalla um jöklabúskap, veðuröfgar og kolefnisbúskap mannkyns, en einnig hefur verið horft til félagslegra og menningarlegra þátta eins og sögu afneitunar og hvaða þjóðfélagslegu áhrifavaldar móta hana, tungumál umræðunnar hefur verið greint, tengsl lýðræðis og loftslagsbreytinga skoðað, ábyrgð stjórnvalda og einstaklinga, o.s.frv.

Fyrirlestrar

Fyrirlestrar með Michael E. Mann og Stefan Rahmstorf, en þeir tveir hafa ítrekað verið skilgreindir sem tveir af þremur áhrifamestu loftslagsfræðingum heims og eru nánustu samstarfsmenn Guðna Elíssonar. Meðal annarra gesta Earth101 eru Gavin Schmidt, forstöðumaður loftslagsstofnunar NASA, Kevin Anderson, fyrrverandi forstöðumaður Tyndall loftslagsstofnunarinnar í Englandi, og ýmsir vísindamenn, háskólaprófessorar og loftslagssérfræðingar.

Earth101

Earth101 verkefnið snýst um að stefna saman í Reykjavík heimildarmyndagerðarfólki og færustu sérfræðingunum á ýmsum sviðum sem tengjast loftslagsvísindum og menningarlegu áhættumati. Fyrsta ráðstefnan var haldin í október 2013.

Tilgangurinn er að skapa vettvang þar sem margir fremstu hugsuða heims á sviði loftslagsbreytinga og þekkt alþjóðlegt kvikmyndagerðarfólk hittist til að eiga öflugt samtal um þau margþættu vandamál sem óhjákvæmilega fylgja almennri umræðu um umhverfisvána. Þetta er stærsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir og fyrsta skrefið í átt að lausn er að mannkynið viðurkenni vandann og átti sig á honum.

Kvikmyndir eru öflugur miðill sem nær yfir öll landamæri og þess vegna getur heimildarmyndin gegnt lykilhlutverki í því að miðla hættum loftslagshlýnunar til sem flestra.

Earth101 verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Bandaríska sendiráðinu á Íslandi, Landsvirkjun, Íslandsstofu, Háskólasetrinu á Vestfjörðum og ýmsum stofnunum innan Háskóla Íslands, ásamt fleirum.

Á döfinni

1.

Ráðstefna

Earth101 í Október 2020

2.

Ný myndskeið

Væntanleg

Hafðu samband