Fyrirlestrar

Frederic Hanusch stundaði nám við háskólana í Gießen, Castellón og Heidelberg frá 2005-2011 og lauk meistaraprófi í stjórnmálafræði, heimspeki og félagsfræði. Árið 2015 lauk hann doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU), hann var gestakennari við háskólann í Toronto 2014 og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS-rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir og rannsóknir á hnattrænum breytingum. Á vegum WBGU hefur hann skrifað um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlega loftslagsvernd og hnattræna þéttbýlismyndun. Hann hefur unnið að ýmsum málefnum tengdum hugvísindum og félagsvísindum fyrir KWI. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni. Hann rannsakar mikilvægi tímans og framtíðarinnar í samhengi hnattrænna breytinga hjá IASS.  

21. október 2017

Lýðræðis-loftslagsvenslin

Frederic Hanusch

Í þessum fyrirlestri skoðar dr. Frederic Hanusch rótgróin lýðræðisríki hvert fyrir sig, en sumum þeirra virðist ganga betur en öðrum að takast á við loftslagsbreytingar. Samt sem áður gætu einkenni loftslagsbreytinga og ótilætluð áhrif lýðræðisins stangast á að einhverju leyti, t.d. finna sum lýðræðisríki betri leiðir en önnur til að vinna gegn skammtímahyggjunni og verða þannig betur í stakk búin til að horfast í augu við loftslagsbreytingar til lengri tíma. Þannig gætu mismunandi stig lýðræðis að einhverjum hluta skýrt muninn á loftslagsframmistöðunni. Í fyrirlestrinum eru lýðræðis-loftslagsvenslin útskýrð, sagt er frá meginrökum umræðunnar og dregið er upp samanburðaryfirlit á loftslagsstefnum rúmlega þrjátíu lýðræðisríkja.

Frederic Hanusch stundaði nám við háskólana í Gießen, Castellón og Heidelberg frá 2005-2011 og lauk meistaraprófi í stjórnmálafræði, heimspeki og félagsfræði. Árið 2015 lauk hann doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU), hann var gestakennari við háskólann í Toronto 2014 og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS-rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir og rannsóknir á hnattrænum breytingum. Á vegum WBGU hefur hann skrifað um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlega loftslagsvernd og hnattræna þéttbýlismyndun. Hann hefur unnið að ýmsum málefnum tengdum hugvísindum og félagsvísindum fyrir KWI. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni. Hann rannsakar mikilvægi tímans og framtíðarinnar í samhengi hnattrænna breytinga hjá IASS.

21. október 2017

Hvað má læra af innleiðingu Kyoto-bókunarinnar í Kanada?

Frederic Hanusch

Í þessum fyrirlestri notar dr. Frederic Hanusch Kyoto-bókunarferlið í Kanada frá 1995–2012 sem dæmi til að greina ítarlega hvernig lýðræðið hefur áhrif á loftslagsbreytingar. Kanadíska lýðræðið einkennist af ríkum einkarétti, skertri ábyrgðarskyldu, sæmilega skipulagðri inngildingu, skorti á þátttökuferlum og yfir höfuð takmörkuðum lýðræðisgæðum. Kanadíska ferlið einkennist þannig af vannýttum tækifærum. Skortur á lýðræðislegri þróun leiðir til þess að viðmiðin hljóti hvorki löggildingu né þann skriðþunga sem þarf til að leiða til raunhæfrar loftslagsáætlunar og þess vegna verður aldrei dregið eins mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og nauðsyn krefur. Þannig er sýnt fram á það í fyrirlestrinum að öflugra lýðræði hefði leitt til bættrar loftslagsframmistöðu.

Frederic Hanusch stundaði nám við háskólana í Gießen, Castellón og Heidelberg frá 2005-2011 og lauk meistaraprófi í stjórnmálafræði, heimspeki og félagsfræði. Árið 2015 lauk hann doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU), hann var gestakennari við háskólann í Toronto 2014 og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS-rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir og rannsóknir á hnattrænum breytingum. Á vegum WBGU hefur hann skrifað um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlega loftslagsvernd og hnattræna þéttbýlismyndun. Hann hefur unnið að ýmsum málefnum tengdum hugvísindum og félagsvísindum fyrir KWI. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni. Hann rannsakar mikilvægi tímans og framtíðarinnar í samhengi hnattrænna breytinga hjá IASS.

21. október 2017

Áskoranir hnattrænna breytinga: Tími til kominn

Frederic hanusch

Í þessum fyrirlestri kannar dr. Frederic Hanusch hvernig tíminn hefur alltaf verið miðlæg vídd, bæði fyrir mannkynið og samspil okkar við jarðkerfið. Þannig hefur tíminn verið samfellt til umræðu í heimspeki og vísindum og tiltekin viðfangsefni eins og félagsleg hröðun eða framtíðarkynslóðir hafa nýlega verið tekin til rannsókna innan hug- og félagsvísinda. En til þess að rannsaka áhrif tímans á hnattrænar breytingar þarf að kanna vandlega ýmsa þætti sem að honum lúta – eins og afstöðu línulegs tíma eða hringrásartíma, afstillingu félagslegs og náttúrulegs tíma, auk fortíðar-, nútíðar- og framtíðarafstöðu pólitískra stofnana. Þetta er nauðsynlegt, þar sem mannkyninu hefur í fyrsta sinn frá upphafi mannaldar tekist að stjórna og hagræða tímanum og hafa þannig afdrifarík áhrif á jörðina. Fyrirlesturinn hefst á því að sýna hvernig maðurinn býr til tímaskipan sem mótar plánetuna og rætt verður hvers vegna efna þyrfti til almennrar umræðu um tímann.

Christian Parenti er bandarískur rannsóknarblaðamaður, fræðimaður og rithöfundur. Á meðal bóka hans eru Lockdown America: Police and Prisons in the Age of Crisis (2000), rannsókn á uppgangi fangelsisiðnaðarins í Bandaríkjunum allt frá stjórnartíð Nixons og Reagans og fram til samtímans; The Soft Cage: Surveillance in America From Slavery to the War on Terror (2003), sem er rannsókn á eftirliti og valdstjórn í samtímasamfélögum; The Freedom: Shadows and Hallucinations in Occupied Iraq (2004), sem segir frá hersetu Bandaríkjamanna í Írak; Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011) þar sem hann tengir afleiðingar loftslagsbreytinga við félagslega og pólitíska ókyrrð á svæðum í kringum miðbaug. Parenti hefur einnig flutt fréttir frá Afganistan, Írak, Venesúela, Bólivíu, Fílabeinsströndinni og Kína. Hann er nú dósent í hagfræði við John Jay háskólann í New York.

21. október 2017

Vonarglætan. Loftslagsváin, lausnir og hlutverk ríkisins

Christian Parenti

Í þessum fyrirlestri ræðir fræðimaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Christian Parenti um mikilvægi þess að yfirvöld leiti lausna á loftslagsvandanum með aðstoð tækninýjunga, stjórnarstefna og reglugerða. Christian Parenti hefur ferðast um fremstu víglínur þessara miklu hamfara – þ.e. eftirlenduþjóðir og stríðshrjáð svæði sem liggja nærri miðbaug og hafa verið illa leikin af bágum efnahag og pólitík. Þar kynntist hann þrotríkjum í skugga loftslagshamfara. En jafnframt dregur hann fram óþægilega nærveru herafla Vesturlanda og útskýrir hvernig þau líta á loftslagsvandann sem tækifæri til að undirbúa aðgerðir til að bæla niður alþjóðlegar uppreisnir í framtíðinni. Parenti heldur því fram að þessi „loftslagsfasismi“ á byrjunarstigi – pólitísk styrking auðugra ríkja – hljóti að misheppnast. Þess þarf að gæta sérstaklega að þróunarríki sem standi höllum fæti falli ekki, þar sem önnur ríki muni falla í kjölfarið. Þess í stað þurfum við að takast á við loftslagsdrifið ofbeldi með annars konar sjálfbærum efnahags- og þróunarstefnum.

Christian Parenti er bandarískur rannsóknarblaðamaður, fræðimaður og rithöfundur. Á meðal bóka hans eru Lockdown America: Police and Prisons in the Age of Crisis (2000), rannsókn á uppgangi fangelsisiðnaðarins í Bandaríkjunum allt frá stjórnartíð Nixons og Reagans og fram til samtímans; The Soft Cage: Surveillance in America From Slavery to the War on Terror (2003), sem er rannsókn á eftirliti og valdstjórn í samtímasamfélögum; The Freedom: Shadows and Hallucinations in Occupied Iraq (2004), sem segir frá hersetu Bandaríkjamanna í Írak; Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011) þar sem hann tengir afleiðingar loftslagsbreytinga við félagslega og pólitíska ókyrrð á svæðum í kringum miðbaug. Parenti hefur einnig flutt fréttir frá Afganistan, Írak, Venesúela, Bólivíu, Fílabeinsströndinni og Kína. Hann er nú dósent í hagfræði við John Jay háskólann í New York.

21. október 2017

Hvarfbaugur ringulreiðarinnar: Loftslagsbreytingar og nýja ofbeldislandafræðin

Christian Parenti

Í þessum fyrirlestri ræðir dr. Christian Parenti um þann nýja loftslagsveruleika sem við stöndum frammi fyrir. Allt frá Afríku til Asíu og Suður-Ameríku er tímabil loftslagsstyrjalda hafið. Öfgakennt veðurfar getur af sér stigamennsku, neyðarástand í mannúðarmálum og vanhæf stjórnvöld. Christian Parenti er fræðimaður og rannsóknarblaðamaður sem hefur ferðast um fremstu víglínur þessara miklu hamfara – þ.e. eftirlenduþjóðir og stríðshrjáð svæði sem liggja nærri miðbaug og hafa verið illa leikin af bágum efnahag og pólitík. Þar kynntist hann þrotríkjum í skugga loftslagshamfara. En jafnframt dregur hann fram óþægilega nærveru herafla Vesturlanda og útskýrir hvernig þau líta á loftslagsvandann sem tækifæri til að undirbúa aðgerðir til að bæla niður alþjóðlegar uppreisnir í framtíðinni. Parenti heldur því fram að þessi „loftslagsfasismi“ á byrjunarstigi – pólitísk styrking auðugra ríkja – hljóti að misheppnast. Þess þarf að gæta sérstaklega að þróunarríki sem standi höllum fæti falli ekki, þar sem önnur ríki muni falla í kjölfarið. Þess í stað þurfum við að takast á við loftslagsdrifið ofbeldi með annars konar sjálfbærum efnahags- og þróunarstefnum.

Mann er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

27. maí 2016

Hörmungarspár: Skilningur á loftslagsbreytingum

Michael Mann

Þessi fyrirlestur hefst á yfirliti á þeim óyggjandi gögnum sem sýna fram á áhrif mannsins á loftslagið síðustu áratugi. Þeirra á meðal eru mælingar sem hafa verið aðgengilegar undanfarnar tvær aldir, fornveðurfarsathuganir sem teygja sig yfir árþúsund og samanburður á tölvulíkönum sem spá fyrir um lofslagsbreytingamynstur. Þá er fjallað um líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum, til dæmis möguleg áhrif vegna hækkunar yfirborðs sjávar, öfgakennds veðurfars og minnkandi vatnsbirgða. Fyrirlestrinum lýkur á umræðum um lausnir á loftslagsbreytingavandanum.

Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

27. maí 2016

Hækkun sjávar: Hversu hratt, hversu mikið?

Stefan Rahmstorf

Hækkun á yfirborði sjávar er ein af óhjákvæmilegum afleiðingum hlýnunar jarðar, þar sem hlýrri hafsvæði stækka og þegar landís bráðnar eykst vatnsmagn sjávar. Athuganir sýna að yfirborð sjávar fari vissulega hækkandi og að hækkunin á 20. öld sé einstök samanborin við undanfarið árþúsund. En það er erfiðara að svara spurningunni um hversu hratt og hversu mikið yfirborð sjávar muni rísa í framtíðinni. Mikilvægasta spurningin er þessi: Hversu stöðugar eru jökulbreiðurnar á Grænlandi og á Suðurskautinu?

Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

27. maí 2016

Hægir Golfstraumurinn á sér?

Stefan Rahmstorf

Ein af mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar sem loftslagsvísindamenn hafa lengi haft áhyggjur af, og hefur jafnframt verið kveikjan að Hollywood-kvikmyndum, er sú að Golfstraumurinn hægi á sér eða gæti jafnvel horfið. Reglulegar og skipulagðar athuganir á þessum risavaxna hafstraumi ná ekki nægilega langt aftur til að hægt sé að ákvarða hvort um sé að ræða einhvers konar langtímastefnu. En undanfarin ár hafa þó fundist sífellt fleiri vísbendingar þess efnis að Golfstraumurinn hafi hægt óvenjulega mikið á sér á 20. öld.

Mann er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

27. maí 2016

Hokkíkylfan og loftslagsstríðin: Baráttan heldur áfram

MICHAEL MANN?

Hokkíkylfan hefur verið áberandi táknmynd í ágreiningnum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Um er að ræða auðskiljanlegt línurit sem Mann og kollegar hans settu fram til að lýsa breytingum á hitastigi jarðar allt frá árinu 1000. Línuritið birtist í ágripi fyrir stjórnvöld innan skýrslu IPCC árið 2001, þar sem það vakti mikla athygli og varð fljótlega hálfgert tákn deilunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í þessum fyrirlestri fer hann yfir söguna á bak við Hokkíkylfuna og notar hana sem vettvang til að velta fyrir sér í stærra samhengi hlutverki efahyggju í vísindum, óstöðugu sambandi vísinda og stjórnmála og þeirri hættu sem skapast þegar þeir sem hafa efnahagslegra hagsmuna að gæta og málpípur þeirra reyna að skekkja orðræðuna um vísindin sem móta framtíðarstefnur. Í stuttu máli sagt, reynir hann að nota Hokkíkylfuna til að komast í gegnum þoku falskra upplýsinga sem rekja má til herferðar þeirra aðila sem afneita loftslagsbreytingum og sýna þannig fram á hvernig hún felur þá raunverulegu ógn sem steðjar að framtíð okkar.

Mann er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

27. maí 2016

Vitfirringa-áhrifin

MICHAEL MANN?

Vitfirringa-áhrifin: Hvernig afneitun loftslagsbreytinga ógnar plánetunni okkar, eyðileggur stjórnmálin og gerir okkur vitfirrt

Í þessum fyrirlestri fjallar Mann um grafalvarleg málefni á nokkuð léttleikandi hátt – ógnina sem stafar af loftslagsbreytingum af mannavöldum og hvernig hægt er að bregðast við henni. Fyrirlesturinn byggir á samstarfi Manns og Toms Toles, sem er skopmyndateiknari hjá Washington Post. Þeir notuðust við satíru og jafnvel háð til að bregðast við afneitunarherferðum með einstaklega glöggum, hárbeittum og ögrandi loftslagstengdum skopmyndum Toms í Washington Post. Með því að nota skopmyndir Toms sem sniðmát (bæði nýjar og þær sem voru þegar til) fóru þeir vandlega yfir vísindalegar sannanir fyrir loftslagsbreytingum, ástæður þess hvers vegna okkur ætti ekki að standa á sama og fráleitar tilraunir sérhagsmunahópa og flokkapólitíkusa til að villa um fyrir almenningi, ráðast á vísindin og vísindamenn og afneita því að vandamálið væri til staðar. Þrátt fyrir gífurlegt umfang vandans sem vofir yfir mannkyninu lýkur hann umræðunni á glaðlegum og hóflega bjartsýnum nótum.  

Stefan Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

27. maí 2016

Öfgaveðurfar:
Hvaða hlutverki gegnir hnattræn hlýnun?

Stefan Rahmstorf

Mannkynið hefur alla tíð þurft að þola öfgar í veðurfari. En samt sem áður sýna gögnin fram á að umfang tiltekinna öfga í veðurfari hafi aukist undanfarna áratugi. Ákveðnar öfgar, eins og hitabylgjur, þurrkar og stórfelldar rigningar, eru óhjákvæmilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. En aðrar afleiðingar hafa komið loftslagsfræðingum í opna skjöldu, til dæmis breytingar á vindröstum og hnattbylgjum í lofthjúpnum sem hafa verið tengdar nýlegu og fordæmalausu öfgaveðurfari.

Kevin Anderson er prófessor í orkumálum og loftslagsbreytingum við véla-, flugvéla- og byggingaverkfræðideild Háskólans í Manchester. Hann lauk nýlega tveggja ára stöðu sem forstöðumaður Tyndall-stofnunarinnar, helstu akademísku rannsóknastofnun loftslagsbreytinga í Bretlandi. Rannsóknir Kevins sýna að það er lítill sem enginn möguleiki á að viðhalda hlýnun meðalhitastigs á yfirborði jarðar undir 2°C, þrátt fyrir háværar raddir sem halda því fram. Enn fremur sýna rannsóknir hans að það krefjist róttæks endurskipulags á umræðunni um loftslagsbreytingar og efnahagslegri skilgreiningu samtímasamfélaga að halda okkur undir aðeins 4°C hlýnun.

25. febrúar 2015

Strúturinn eða Fönixinn?: Mishljómur eða sköpunargleði í heimi loftslagsbreytinga

Kevin anderson

Margir vísindamenn og stjórnmálamenn halda því enn fram að það sé mögulegt, en vissulega strembið, að tryggja að hnattræn hækkun á meðalhitastigi fari ekki yfir 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnvæðingu.

Samt sem áður, þrátt fyrir sífellt háværari kröfur um að skipta yfir í hagkerfi með minna kolefnisspor, mun meðalhitastigið hækka um 4°C að minnsta kosti, miðað við aukningu losunar í dag, og þá hugsanlega innan örfárra áratuga. Það er óhugnanlegt að vegna hinna fordæmalausu aukningar á losun krefst jafnvel 4°C hlýnun í framtíðinni verulegrar mildunar.

Þessi framsetning á loftslagsbreytingum kallar á róttæka endurskoðun þeirra mildunaraðgerða sem ýmis stjórnmálaöfl og vísindaskýrslur hafa kallað eftir. Þótt því sé haldið fram í hefðbundnum sérfræðiálitum að 2°C hlýnun sé ekki aðeins möguleg, heldur að hægt sé að ná henni fram án þess að skerða hagvöxtinn og hagsældina, er fullyrt í þessum fyrirlestri að ekkert annað komi til greina en skipulagður efnahagslegur samdráttur til að mæta framtíð sem felur í sér 2°C, 3°C eða jafnvel 4°C hlýnun.

Þar af leiðandi, hvort sem um er að ræða mildunaraðgerðir eða aðlögun, stöndum við frammi fyrir gríðarlegri hugarfarsbreytingu vegna loftslagsbreytinganna, sem hefur áhrif á allar hliðar samtímasamfélagsins.

Slík grundvallarbreyting felur í sér þrjá skýra valkosti fyrir samfélagið. Að viðhalda þeirri blekkingu að það nægi að takast á við loftslagsbreytingar með umræðu, fjárhagslegum fínstillingum og hægum áfangaskiptum breytingum; að túlka niðurstöðurnar sem tákn um örvæntingu og tilgangsleysi; eða viðurkenna að helsta hindrunin á vegi umbreytinga í heiminum er skortur okkar á skýrleika og hugarflugi til að sjá fyrir okkur hverju má breyta, og að með því að beisla án tafar vilja mannskepnunnar og hugvit hennar er enn hægt að stofna velmegandi samfélög sem þola loftslagsbreytingarnar og losa minna af gróðurhúsalofttegundum.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði. Hann hefur skrifað tvær bækur og rúmlega fimmtíu greinar á sviði bókmennta, kvikmynda, menningarfræða og umhverfismála. Hann hefur einnig ritstýrt á þriðja tug bóka. Hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig pólitískar hugveitur hafa áhrif á umræðu um umhverfismál á Vesturlöndum.

1. mars 2015

Heit framtíð, kalt stríð:
Loftslagsvísindi og loftslagsskilningur

Guðni Elísson

Earth2015 – opnunarerindi

Gavin Schmidt hóf feril sinn hjá Goddard-geimvísindastofnun NASA árið 1996 og er nú orðinn forstöðumaður stofnunarinnar. Helsta rannsóknarsvið hans er þróun og greining á hermilíkönum fyrir loftslag jarðar og hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig þau má nota til upplýstrar ákvarðanatöku. Schmidt lauk doktorsprófi í reiknifræði við University College í London árið 1994.

1. mars 2015

Hermilíkön yfirvofandi loftslagsbreytinga

Gavin Schmidt

Fyrirlestur

Erick Fernandes er ráðgjafi í málefnum landbúnaðar, skógræktar og loftslagsbreytinga við Alþjóðabankann og leiðir ásamt fleirum alþjóðlegt teymi sérfræðinga bankans um aðlaganir vegna loftslagsbreytinga. Erick fæddist í Keníu og ólst upp á þurrviðrasömum svæðum Norður-Keníu, Eþíópíu og Sómalíu. Hann er með doktorsgráðu í jarðvegsfræði frá háskólanum í Norður-Karólínu. Áður en Fernandes gekk til liðs við Alþjóðabankann starfaði hann sem alþjóðlegur prófessor í uppskeru- og jarðvegsvísindum við Cornell-háskóla, þar sem hann stundaði rannsóknir og kenndi námskeið um landbúnaðarvistkerfi í hitabeltinu, vatnafarsgreiningu og náttúrulegar auðlindir. Hann hafði umsjón með alþjóðlegu verkefni sem stuðlaði að því að beina bændum frá sviðjubúskap og var aðalrannsakandi í umfangsmiklu verkefni sem styrkt var af NASA og sneri að lífhvolfinu og gufuhvolfinu.

1. mars 2015

Lækkum hitann
Hvers vegna við þurfum að forðast 4°C heitari heim

Erick Fernandes

Þrátt fyrir fögur fyrirheit heimsbyggðarinnar um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar undir 2°C miðað við tíma iðnbyltingarinnar, verður aukin hlýnun sífellt líklegri niðurstaða. Vísindamenn eru sammála um að núverandi skuldbindingar samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar leiði líklegast til 3,5° til 4°C hlýnunar.

Ef ekki koma til stórvægilegar stefnubreytingar sem leiða til róttækrar minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda sem allra fyrst verður framtíðarmyndin sem blasir við vegna 4°C hlýnunar geigvænleg: strandborgir sökkva; matvælaframleiðsla getur hrunið og það leiðir til enn meiri vannæringar; þurrkasvæði verða enn þurrari, regn eykst þar sem úrkoma er mikil fyrir; fordæmalausar hitabylgjur á mörgum svæðum, einkum í hitabeltinu; enn meiri vatnsskortur á mörgum svæðum; aukin tíðni ofsafenginna hitabeltisfellibylja; óafturkræf hnignun líffræðilegs fjölbreytileika, þar á meðal á kóralrifum og fiskimiðum. Og það sem mestu máli skiptir er að 4°C hlýrri heimur er svo ólíkur þeim sem við þekkjum nú að honum fylgir mikil óvissa og nýjar ógnir sem koma í veg fyrir að við getum spáð fyrir um framtíðina og reynt að aðlagast henni.

Við hjá Alþjóðabankanum höfum skýra stefnu um næstu skref. Fyrst þurfum við að viðurkenna rannsóknir sem sýna fram á að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Við skoðum alla starfsemi okkar með „loftslagsgleraugum“. Í dag aðstoðar Alþjóðabankinn 130 lönd við að takast á við loftslagsvandann með því að fjármagna beinar aðgerðir sem hjálpa fátækum að vinna sig upp úr fátækt og aðlagast loftslagsbreytingum betur. Í fyrra tvöfaldaði bankinn útlán til verkefna sem miða að aðlögun og við munum auka það enn frekar í framtíðinni. Í öðru lagi tekur Alþjóðabankinn afgerandi skref til að stuðla að mildun breytinga. Við bendum þjóðum á hagkvæmar aðgerðir til að minnka losun og sýnum fram á ávinninginn af slíkum aðgerðum, til dæmis með loftslagsmiðuðum landbúnaði og auðlindanýtni. Alþjóðabankinn leggur áherslu á útlán til uppbyggingarverkefna sem krefjast minni kolefnislosunar og hlutur endurnýtanlegrar orku í þeim orkuverkefnum sem eru á snærum Alþjóðabankans hefur tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Öll ríkin verða að grípa til harkalegra opinberra aðgerða til að minnka losun og sýna þá pólitísku staðfestu sem þarf til að þær beri árangur. Nýsköpun á sviðum orkunýtni og endurnýtanlegrar orku verður einnig mjög mikilvægur þáttur í minnkun kolefnislosunar. Nú þurfa bæði þróuð ríki og nýmarkaðslönd að gera sitt allra besta til að beina til sín þeim 1,9 billjónum dala sem renna árlega í styrkveitingar vegna jarðefnaeldsneytis.

Kevin Anderson er prófessor í orkumálum og loftslagsbreytingum við véla-, flugvéla- og byggingaverkfræðideild Háskólans í Manchester. Hann lauk nýlega tveggja ára stöðu sem forstöðumaður Tyndall-stofnunarinnar, helstu akademísku rannsóknastofnun loftslagsbreytinga í Bretlandi. Rannsóknir Kevins sýna að það er lítill sem enginn möguleiki á að viðhalda hlýnun meðalhitastigs á yfirborði jarðar undir 2°C, þrátt fyrir háværar raddir sem halda því fram. Enn fremur sýna rannsóknir hans að það krefjist róttæks endurskipulags á umræðunni um loftslagsbreytingar og efnahagslegri skilgreiningu samtímasamfélaga að halda okkur undir aðeins 4°C hlýnun.

1. mars 2015

Staðið við 2°C: Þróun eða bylting?

Kevin Anderson

Frá árinu 2000 hafa mælst fjórtán af fimmtán hlýjustu árum frá upphafi mælinga, heimshöfin eru bæði að hlýna og súrna og niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt að bruni jarðefnaeldsneytis sé meginorsakavaldurinn – en hvað getum við gert til að draga úr losun hratt?

Í þessum fyrirlestri verður litið aftur á áætlanir um mildandi aðgerðir í ljósi kolefniskvóta milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (IPCC) fyrir 2°C hlýnun og því haldið fram að þrátt fyrir að loftslagsvísindin séu í stöðugri þróun neitum við þrálátlega að horfast í augu við hversu mikið við þurfum að draga úr losun vegna orkuneyslu. Tilgátukennd tækni til að draga úr losun hefur reynst eina úrræðið til að samþætta veruleikaflóttann sem fylgir mildun í áföngum og stöðugt þverrandi kolefnisskvóta fyrir 2°C hlýnun. Að sama skapi virðist fagurgalinn um „grænan hagvöxt“ enn skyggja á megindlegar greiningar sem sýna fram á nauðsyn róttækra félagslegra og tæknilegra breytinga.

Hér verður rýnt í þessi vandamál og lögð fram megindleg áætlun um mildunaraðgerðir sem byggir á kolefniskvótum IPCC, en í lokin verða sýnd eigindlegri dæmi um hvað raunhæfar mildunaraðgerðir fyrir 2°C hlýnun gætu falið í sér.

Erik Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar. Eric Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar.

1. mars 2015

Sölumenn efans:
Hvernig loftslagsvísindin urðu fórnarlamb kalda stríðsins

Erik M. Conway

Lengi hafa „rökræður“ um loftslagsbreytingar af mannavöldum átt sér stað á milli samfélags loftslagsvísindamanna sem fylgja ríkjandi stefnu og fáeinna „efasemdamanna“, sem eru flestir, þó ekki allir, fjármagnaðir af jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og hægrisinnuðum pólitískum samtökum. Þetta er skjalfest og flestum kunnugt. En færri eru meðvitaðir um það hvað knýr þessa afneitara í raun og veru. Conway (2008) hefur stuttlega vikið að því að þeir séu knúnir af blindri markaðshyggju. Í bókinni Merchants of Doubt (2010), halda Oreskes og Conway því einnig fram að þessi markaðshyggja eigi rætur að rekja til reynslu Bandaríkjanna af kalda stríðinu. Í þessum fyrirlestri ræðir Conway um uppruna einnar helstu uppsprettulindar falskra upplýsinga um loftslagsvísindi (George C. Marshall Institute), í pólitísku baráttunni um geimvarnaráætlun Bandaríkjanna.

Karen Pinkus er prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla, meðlimur í ráðgjafarnefnd um sjálfbæra framtíð við Atkinson Center og meðlimur í rannsóknarhópi um loftslagsbreytingar við þá sömu stofnun. Karen hefur birt fjölda greina um ítalska menningu, bókmenntafræði, kvikmyndir, sjónræn fræði og umhverfisvísindi.

27. maí 2015

Hugvísindi og loftslagsbreytingar:
Gegn hinu hagnýta

Karen pinkus

Í þessum fyrirlestri heldur Karen því fram að hugvísindin séu þýðingarmikil í baráttunni við loftslagsbreytingar, ekki vegna þess að þau hafi hagnýt áhrif á lausnamiðuð tækni- og stefnumál, heldur einmitt vegna óhagkvæmni hugvísindanna; þau eru gagnrýnin fræði sem bera kennsl á eigin annmarka með tilliti til þeirrar gríðarlegu sundrungar sem við stöndum frammi fyrir á okkar tímum, sem kallast nú mannöld.

Karen Pinkus er prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla, meðlimur í ráðgjafarnefnd um sjálfbæra framtíð við Atkinson Center og meðlimur í rannsóknarhópi um loftslagsbreytingar við þá sömu stofnun. Karen hefur birt fjölda greina um ítalska menningu, bókmenntafræði, kvikmyndir, sjónræn fræði og umhverfisvísindi.

27. maí 2015

Loftslagsbreytingar og frásagnir:
Ímynduð mistök, möguleg framtíð

Karen pinkus

Hér skoðar Karen nýju greinina „loftslagsbreytingabókmenntir“. Rithöfundar eru svo sannarlega þegar farnir að skrifa um loftslagsbreytingar sem vandamál, ýmist í samtímanum eða í (dystópískri) framtíð. En flestar þessara frásagna byggja á afar kunnuglegum hefðum og tungumáli. Karen færir rök fyrir því að endurtekning gamalla og gróinna frásagna, sem birtist jafnvel í loftslagsskáldskap, beri vott um einstakan skort á ímyndunarafli. Í þessum fyrirlestri verður leitast við að setja úr skorðum eða hrekja hugmyndina um að hefðbundinn raunsæisskáldskapur – þótt hann eigi sér stað í breyttu loftslagi – sé í samræmi við mannöldina. Til að leita fullnægjandi skilnings á því tímatengda rofi sem fylgir því að vinna úr jörðu og brenna kolefni sem hefur safnast saman undir yfirborðinu í milljónir ára, er hugsanlega betra að snúa sér að epískum fornsögum. Löngu áður en „umhverfið“ varð hugtak sem vísaði til „þess sem umlykur, en er annað en mannlegt“, löngu áður en sprenging varð í fólksfjölgun og áður en vinnsla jarðefnaeldsneytis varð samofin iðnaðarframleiðslu, tókst frásögnum eins og Ódysseifskviðu og Íslendingasögunum að lýsa tímatengdum óstöðugleika sem á miklu betur við nú á dögum.

Pinkus er prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla, meðlimur í ráðgjafarnefnd um sjálfbæra framtíð við Atkinson Center og meðlimur í rannsóknarhópi um loftslagsbreytingar við þá sömu stofnun. Karen hefur birt fjölda greina um ítalska menningu, bókmenntafræði, kvikmyndir, sjónræn fræði og umhverfisvísindi. Hún verður stöðugt sannfærðari um að hugvísindin – gagnrýnin fræði – verði að eiga þátt í leitinni að lausnum á hræðilegasta vandamáli sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Hún heldur því fram að hugvísindafólk sé misskilið. Oft er litið á það sem annaðhvort „listafólk“ (sem getur skapað verk sem vekja aðra til umhugsunar um ástandið og höfða til tilfinninga þeirra); „blaðamenn“ (sem setja fram flókin vísindi á læsilegu máli til að aðrir sýni viðbrögð); eða „atferlissinna“ (sem geta útskýrt hegðun manna og hvernig er hægt að breyta henni). Karen er hins vegar talskona óhagnýtra hugvísinda, að við hugsum um loftslagsbreytingar af mannavöldum sem einstakt fyrirbæri, frekar en enn eitt umhverfismálið, og frekar en vandamál sem hægt er að leysa eins og hvert annað með betri tækni.

27. maí 2015

Að hugsa með eldsneyti

Karen pinkus

Það kann að nægja að krefjast aðskilnaðar eldsneytis og orku til að fólk fari að hugsa; til að beina athygli okkar frá þeim vélum og kerfum sem eru til staðar einungis vegna þess að framtíðin – með öllum þeim margþættu áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér – gæti tekið gagngerum breytingum. Í nýlegri rannsókn mældi hópur breskra vísindamanna hversu mikið af þeirri olíu og kolum sem þegar hafa fundist þyrftu að fá að liggja um kyrrt í jörðinni til að við gætum forðast „hamfarahlýnun“. Rannsakendur gáfu sér þær forsendur að rúmlega 90% af bandarískum og áströlskum kolum yrðu ekki notuð, auk nánast alls olíusands Kanada (fyrir 20 billjónir dollara). Karen er sannfærð um að gagnrýnin fræði setji hugmyndina um „að nýta ekki“ í mikilvægt samhengi: Ef við látum eldsneytið liggja í jörðu viðurkennum við tilvist þess, að við höfum mælt það og rannsakað, að við höfum varið fjármunum í rannsóknir og þróun, leigusamninga og svo framvegis. Ef við látum eldsneytið liggja óhreyft í jörðinni eigum við í sérstöku sambandi við það, sem byggir ekki aðeins á and-neyslu, heldur er það svo margslungið að gagnrýnin fræði, sem taka með í reikninginn eigin vangetu til að sigrast á leyndardómum heimsins, virðast bæði nauðsynleg og siðferðilega aðkallandi.

Mike Berners-Lee er einn fremstu sérfræðinganna í kolefnissporum og forstöðumaður Small World Consulting við háskólann í Lancaster. Hann er höfundur bókarinnar How Bad are Bananas? The Carbon Footprint of Everything (2010) og skrifaði ásamt Duncan Clark bókina The Burning Question: We can‘t burn half the world‘s oil, coal and gas. So how do we quit? (2013).

4. desember 2015

Hitamálin: Hversu mikið eldsneyti þarf að vera
neðanjarðar? (1. hluti)

Mike Berners-lee

Losun vegna orkunotkunar hefur verið í gríðarlegum veldisvexti í að minnsta kosti 160 ár. Hingað til hafa viðbrögð heimsbyggðarinnar við loftslagsbreytingum ekki leitt til stefnubreytinga á þessu langtímaferli. Hvers vegna hafa ekki nýsköpun, orkunýtni eða endurnýjanlegir orkugjafar komið okkur til bjargar? Hvers vegna hafa markmið einstaklinga, sérstakra svæða eða heilu þjóðanna engu breytt? Hvert leiðir kúrfan okkur ef þetta heldur svona áfram? Er meðvituð íhlutun virkilega nauðsynleg? Ef svo er, hvaða blanda af pólitík, hagfræði, tækni og sálfræði gerir hana mögulega? Mike byggir á bók þeirra Duncans Clark, The Burning Question (2010) til að kanna hreyfilögmál orkukerfisins í stærra samhengi.

Mike Berners-Lee er einn fremstu sérfræðinganna í kolefnissporum og forstöðumaður Small World Consulting við háskólann í Lancaster. Hann er höfundur bókarinnar How Bad are Bananas? The Carbon Footprint of Everything (2010) og skrifaði ásamt Duncan Clark bókina The Burning Question: We can‘t burn half the world‘s oil, coal and gas. So how do we quit? (2013).

4. desember 2015

Hvað er til ráða?
Að skilgreina loftslagsbreytingavandann (2. hluti)

Mike Berners-lee

Eftir að hafa sýnt fram á hreyfilögmál orkukerfis heimsins í stærra samhengi, þar sem orkunýtni, nýsköpun og aðgerðir í áföngum geta ekki á nokkurn hátt dregið úr veldisvexti losunar, skoðar Mike Berners-Lee í öðrum hluta fyrirlestursins hvað þarf til að ná fram þeim hnattrænu kolefnishömlum sem heimurinn þarfnast nauðsynlega. Mike bendir á sex mikilvæg lykilskref: Að vakna, setja þak á kolefnislosun, knýja stjórnvöld til aðgerða, finna réttu tæknina, leysa vandamál tengd landnýtingu og gera plan B. Mike telur raunhæft að vera vongóður, þrátt fyrir mistök mannkynsins hingað til og hann skoðar hvað hvert okkar gæti gert til að hjálpa til við að standast loftslagssáttmálann.

Dan Laffoley er aðalráðgjafi um hafrannsóknir og hafvernd við alþjóðlega haf- og heimskautarannsóknaverkefni IUCN og varaformaður hafrannsókna við alþjóðanefnd hafverndarsvæða. Hann er stjórnar- eða nefndarmeðlimur margra fremstu hafrannsóknarsamtaka Bretlands og sjálfstæður ráðgjafi breska ríkisins um hafvísindi.

7. apríl 2014

Hafið - Framtíðin sem við viljum

Á undanförnum áratugum hefur orðið vitundarvakning um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir til að vernda heimshöfin. Vísindin sýna fram á að hafið sé undir álagi af margþættum orsökum – ekki aðeins vegna álags og áhrifa frá okkur heldur vegna loftslagsbreytinga, súrnunar sjávar, mengunar og súrefnisþurrðar vegna lækkandi súrefnishlutfalls. Til að veita þessum afleiðingum viðnám hafa flestar þjóðir heims skrifað undir alheimsmarkmið til verndar hafsvæðum, meðal annars með sérstökum hafverndarsvæðum. Dan Laffoley greinir frá nokkrum af þeim helstu ógnum sem steðja að hafinu og ræðir nýlega framþróun í átt að vernda og endurheimta heilbrigði sjávar. Nýlegar umræður, sem fóru til að mynda fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, gefa til kynna að við þurfum að gera mun betur í verndun og stjórnun hafsins. Umfang áskorananna sem við stöndum frammi fyrir vegna heilbrigðis hafsins er slíkt að allir ættu að hafa sameiginlega hagsmuni af því að viðhalda viðnámsþrótti hafsins til að geta haldið áfram að meta, stjórna og nýta auðlindir þess. Fyrirlesturinn fjallar um þessi almennu áhyggjuefni og framtíðartækifæri.

Guðni Elísson er prófessor í almennri bókmenntafræði. Hann hefur skrifað tvær bækur og rúmlega fimmtíu greinar á sviði bókmennta, kvikmynda, menningarfræða og umhverfismála. Hann hefur einnig ritstýrt á þriðja tug bóka. Hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig pólitískar hugveitur hafa áhrif á umræðu um umhverfismál á Vesturlöndum.

5. október 2013

Earth101

Guðni Elísson

Eftirfarandi fyrirlestrar voru fluttir 5. október 2013 í þessari röð:

Guðni Elísson: “Earth101”

Stefan Rahmstorf: “The Climate Crisis”

Michael Mann: “The Hockey Stick and the Climate Wars”

Kari Norgaard: “Living in Denial: Climate Change, Emotions and Everyday Life”

Peter Sinclair: “Communicating Climate Science in the Disinformation Era”


Upptökur: Phil Coates

Klipping: Ryan Chapman

Rahmstorf er haffræðingur og loftslagsfræðingur. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Hann var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC og er meðlimur í Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu (AGU). Hann er einn stofnenda RealClimate bloggsins og var nefndur sem einn af tíu fremstu loftslagsvísindamönnum heims í Financial Times árið 2009.

5. október 2013

Loftslagsvandinn

Stefan Rahmstorf

Í þessum fyrirlestri skýrir Stefan Rahmstorf prófessor hvernig aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu frá upphafi iðnbyltingar hefur leitt til þess að hann hefur aldrei verið meiri í milljón ár. Á sama tíma hefur yfirborðshiti jarðar hækkað um 0,8°C. Þessi hlýnun heldur ótvírætt áfram: undanfarin ár eru þau heitustu sem mælst hafa síðan hnattrænar mælingar hófust fyrir 130 árum. Ísþekjan á Norðuríshafinu minnkar hratt og náði nýju lágmarki í september 2012. Risavaxnar jökulbreiður á Grænlandi og Suðurskautslandinu hopa sífellt hraðar eins og gögn úr gervihnöttum sýna greinilega. Þetta leiðir til hækkunar á yfirborði sjávar - það reis um 1 cm á áratug í upphafi 20. aldar en hefur risið um 3 cm á áratug undanfarin tuttugu ár. Nýverið hafa gengið yfir jörðina raðir fordæmalausra veðuröfga, eins og t.d. hitabylgjan í Rússlandi 2010, flóðin í Pakistan sama ár og hitabylgjan í Bandaríkjunum sumarið 2012. Til að koma í veg fyrir óviðráðanlegar loftslagsbreytingar getum við enn takmarkað hnattræna hlýnun við að hámarki 2°C – en aðeins með því að grípa til afgerandi og skjótra aðgerða til að umbreyta orkukerfi okkar.

Mann er eðlisfræðingur og loftslagsfræðingur. Hann er forstöðumaður Jarðkerfisfræðasetursins (Earth System Science Center) við Pennsylvania State háskólann í Bandaríkjunum. Hann hefur birt rúmlega 140 ritrýndar greinar og gefið út tvær bækur, en sú nýrri er The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines (2012). Mann hlaut sérstaka viðurkenningu IPPC, milliríkjanefndar um loftslagsbreytingar, fyrir framlag hans til friðarverðlauna Nóbels, sem nefndin hlaut árið 2007.

5. október 2013

Hokkíkylfan og loftslagsstríðin: Fréttir frá fremstu víglínu

MICHAEL MANN?

Hokkíkylfan hefur verið áberandi táknmynd í ágreiningnum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Um er að ræða auðskiljanlegt línurit sem Mann og kollegar hans settu fram til að lýsa breytingum á hitastigi jarðar allt frá árinu 1000. Línuritið birtist í ágripi fyrir stjórnvöld innan skýrslu IPCC árið 2001, þar sem það vakti mikla athygli og varð fljótlega hálfgert tákn deilunnar um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Í þessum fyrirlestri fer hann yfir söguna á bak við Hokkíkylfuna og notar hana sem vettvang til að velta fyrir sér í stærra samhengi hlutverki efahyggju í vísindum, óstöðugu sambandi vísinda og stjórnmála og þeirri hættu sem skapast þegar þeir sem hafa efnahagslegra hagsmuna að gæta og málpípur þeirra reyna að skekkja orðræðuna um vísindin sem móta framtíðarstefnur. Í stuttu máli sagt, reynir hann að nota Hokkíkylfuna til að komast í gegnum þoku falskra upplýsinga sem rekja má til herferðar þeirra aðila sem afneita loftslagsbreytingum og sýna þannig fram á hvernig hún felur þá raunverulegu ógn sem steðjar að framtíð okkar.

Norgaard er dósent í félagsfræði og umhverfisfræði við háskólann í Oregon. Undanfarinn áratug hefur hún birt fjölda greina og kennt á fræðasviðum á borð við umhverfisfélagsvísindi, kyn og umhverfi, kynþáttur og umhverfi, loftslagsbreytingar, menningarfélagsfræði, þjóðfélagshreyfingar og tilfinningafélagsfræði. Bókin hennar, Living in Denial: Climate Change, Emotions and Everyday Life kom út árið 2011.

5. október 2013

Að lifa í afneitun:
Loftslagsbreytingar, tilfinningar og hversdagslífið

Kari Marie Norgaard

Í þessum fyrirlestri styðst Kari Norgaard prófessor við viðtöl og þjóðfræðileg gögn frá bæjarfélagi í vesturhluta Noregs sem safnað var óvenju hlýjan vetur 2000-2001, til að lýsa því hvernig vitundin um loftslagsbreytingar hefur áhrif á hversdagslífið. Í fréttum dagblaða, bæði bæjarblaða og á landsvísu, voru hlýindin þennan vetur afdráttarlaust tengd við hlýnun jarðar. Samt sem áður skrifuðu bæjarbúar ekki bréf til ritstjóranna, þeir beittu stjórnmálamenn engum þrýstingi og drógu ekki úr notkun jarðefnaeldsneytis. Norgaard lýsir því hvernig fólkið fann fyrir sektarkennd, bjargarleysi og ótta yfir því sem framtíðin kynni að bera í skauti sér, þegar það stóð frammi fyrir vitneskjunni um loftslagsbreytingar. Loks býr hún til líkan af samfélagslega skipulagðri afneitun til að lýsa því hvernig fólk normalíseraði þessar óþægilegu tilfinningar með því að virkja tiltekin samtalsviðmið og orðræðu sem virkaði eins og „verkfæri í þágu þjóðskipulags“. Loks styðst hún við kenningar tilfinningafélagsfræði, umhverfisfélagsfræði og menningarfélagsfræði til að lýsa „félagslegu skipulagi loftslagsafneitunar“ á ýmsum stigum, allt frá tilfinningum til menningarvenja og hagfræði.

Sinclair er höfundur “Climate Denial Crock of the Week”. Hann starfar við hinn virta upplýsingavef Yale um loftslagsbreytingar og fjölmiðla og framleiðir á þeirra vegum myndbandaseríu sem kallast “This is Not Cool.” Hann hefur framleitt rúmlega 100 myndbönd sem eru notuð um allan heim til að miðla og útskýra mikilvægustu umhverfismálefni okkar tíma.

5. október 2013

Miðlun loftslagsvísinda
á tímum upplýsingafölsunar

Peter Sinclair

Peter Sinclair hefur búið til rúmlega hundrað YouTube-myndbönd sem eru notuð í háskólum um allan heim til að miðla uppgötvunum á sviði loftslagsvísinda og sýna hvernig skipulagðar loftslagsafneitunarherferðir reyna að villa um fyrir almenningi. Sinclair lýsir því hvernig hann lærði af og hafði samskipti við vísindamenn í fremstu röð til að geta miðlað niðurstöðum rannsókna þeirra á sem skýrastan hátt. Í fyrirlestrinum verða sýndar áhrifaríkar myndir og hreyfimyndir sem lýsa umfangi hnattrænna breytinga, því sem vísindamenn segja um þær og hvað almenningur getur gert ef hann vill takast á við þetta alvarlega ástand sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir.