Stiklur og stuttmyndir

Christian parenti

LOFTSLAGSBRJÁLÆÐI OG EÐLI
BANDARÍSKRA STJÓRNMÁLA

Í þessari stuttmynd ræðir Christian Parenti um stórhættulega loftslagsstefnu Donalds Trump, forsetans sem hlaut kosningu minnihlutans. Parenti heldur því fram að hægriöfl í Bandaríkjunum þarfnist ekki atkvæða meirihlutans. Þess í stað starfa þau innan stöðugt fámennari innri ríkja, sem treysta á kjörmannakerfið, hagræðingu kjördæmaskipunar, þöggun ákveðinna kjósenda og loks öldungadeildina. Hægriöflin í Bandaríkjunum gætu þannig mögulega haldið minnihlutastjórn í fyrirsjáanlegri framtíð.

Frederic hanusch

LÝÐRÆÐISLEG VIRKNI EÐA UMHVERFISEINRÆÐI.
REYNSLAN FRÁ KANADA

Kyoto-bókunarferlið í Kanada frá 1995–2012 er notað sem dæmi til að greina ítarlega hvernig lýðræðið hefur áhrif á loftslagsbreytingar. Kanadíska lýðræðið einkennist af ríkum einkarétti, skertri ábyrgðarskyldu, sæmilega skipulagðri inngildingu, skorti á þátttökuferlum og yfir höfuð takmörkuðum lýðræðisgæðum. Kanadíska ferlið einkennist þannig af vannýttum tækifærum. Skortur á lýðræðislegri þróun leiðir til þess að viðmiðin hljóti hvorki löggildingu né þann skriðþunga sem þarf til að leiða til raunhæfrar loftslagsáætlunar og þess vegna verður aldrei dregið eins mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda og nauðsyn krefur. Þannig er sýnt fram á það í fyrirlestrinum að öflugra lýðræði hefði leitt til bættrar loftslagsframmistöðu.

Frederic Hanusch lauk doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU) og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir, rannsóknir á hnattrænum breytingum og tímamælingafræði. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni.

Christian Parenti

LOFTSLAGSBREYTINGAR OG
VANDAMÁL NÝFRJÁLSHYGGJUNNAR

Í þessari stuttmynd heldur Christian Parenti því fram að nýfrjálshyggjan sé nátengd loftslagsbreytingum. Það sem við þurfum sé kapítalismi með ríkisaðhaldi og útþensla hins opinbera. 

Christian Parenti er með doktorsgráðu í félagsfræði (með landafræði sem aukafag) frá London School of Economics og er prófessor í alþjóðlegum frjálsum menntum við New York háskóla. Í bókinni Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011), kannar Parenti hvernig loftslagsbreytingar valda nú þegar ofbeldi vegna víxlverkandi sambands við arfleifð efnahagslegrar nýfrjálshyggju og hernaðarhyggju kalda stríðsins. Þegar hann vann að bókinni ferðaðist hann og stundaði rannsóknir á átakasvæðum í þróunarlöndum á suðurhluta jarðar.  

Nýlegar rannsóknir Christians snúa að umhverfissögulegri aðkomu bandaríska ríkisins að hagþróun, allt frá stofnun lýðveldisins til dagsins í dag. Hann hefur lengi unnið sem blaðamaður og skrifað fréttir frá Afganistan, Írak og fjölmörgum svæðum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Hann hefur skrifað greinar í Fortune, The Washington Post, The New York Times, Middle East Report, London Review of Books, Mother Jones og The Nation (þar sem hann starfar sem gestaritstjóri). Hann hefur einnig gert nokkrar heimildarmyndir og unnið til fjölda verðlauna fyrir blaðamennsku, þar á meðal Lange-Tailor verðlaunin 2009 og verðlaun fyrir bestu tímaritsgreinina árið 2008 sem veitt eru af Félagi atvinnublaðamanna. Hann hlaut einnig tilnefningu til Emmy-verðlauna árið 2009 fyrir heimildarmyndina Fixer: The Taking of Ajmal Naqshbandi .

Christian Parenti

LOFTSLAGSBREYTINGAR, REGLUGERÐIR OG MIKILVÆGI RÍKISINS

Í þessari stuttmynd færir fræðimaðurinn og rannsóknarblaðamaðurinn Christian Parenti rök fyrir mikilvægi ríkisins í mildun loftslagsvandans. 

Á meðal bóka hans eru Lockdown America: Police and Prisons in the Age of Crisis (2000), rannsókn á uppgangi fangelsisiðnaðarins í Bandaríkjunum allt frá stjórnartíð Nixons og Reagans og fram til samtímans; The Soft Cage: Surveillance in America From Slavery to the War on Terror (2003), sem er rannsókn á eftirliti og valdstjórn í samtímasamfélögum; The Freedom: Shadows and Hallucinations in Occupied Iraq (2004), sem segir frá hersetu Bandaríkjamanna í Írak; Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011) þar sem hann tengir afleiðingar loftslagsbreytinga við félagslega og pólitíska ókyrrð á svæðum í kringum miðbaug. Parenti hefur einnig flutt fréttir frá Afganistan, Írak, Venesúela, Bólivíu, Fílabeinsströndinni og Kína.

VITFIRRINGA-ÁHRIFIN

Fræðslumyndbönd sem sýna hitafarsþróun og áhrif hennar á sjávarstöðu og gróðurfar, myndbönd um súrnun sjávar, breytingu haf- og loftstrauma, fyrirlestra sem fjalla um jöklabúskap, veðuröfgar og kolefnisbúskap mannkyns, en einnig hefur verið horft til félagslegra og menningarlegra þátta eins og sögu afneitunar og hvaða þjóðfélagslegu áhrifavaldar móta hana, tungumál umræðunnar hefur verið greint, tengsl lýðræðis og loftslagsbreytinga skoðað, ábyrgð stjórnvalda og einstaklinga, o.s.frv.

Michael E. Mann er prófessor í lofthjúpsfræðum við Penn State háskólann. Hann gegnir einnig stöðu í jarðfræði- og jarðkerfastofnun skólans (EESI) og er forstöðumaður jarðkerfavísindamiðstöðvarinnar (ESSC).

Stefan Rahmstorf

HVERSU ÓSTÖÐUGAR ERU JÖKULBREIÐURNAR Á GRÆNLANDI OG SUÐURSKAUTINU?

Náttúrulegum loftslagsbreytingum í sögu jarðar hafa fylgt stórkostlegar breytingar á yfirborði sjávar: Eftir síðustu ísöld hækkaði yfirborð sjávar um 120 metra. Það er enn nægur ís á jörðinni til að hækka yfirborð sjávar um 60 metra til viðbótar. Hversu stöðugar eru þessar gríðarstóru jökulbreiður í ljósi hnattrænnar hlýnunar?

Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

Stefan Rahmstorf

HÆKKUN Á YFIRBORÐI SJÁVAR

Hækkun á yfirborði sjávar er ein af óhjákvæmilegum afleiðingum hlýnunar jarðar, þar sem hlýrri hafsvæði stækka og þegar landís bráðnar eykst vatnsmagn sjávar. Athuganir sýna að yfirborð sjávar fari vissulega hækkandi og að hækkunin á 20. öld sé einstök samanborin við undanfarið árþúsund. En það er erfiðara að svara spurningunni um hversu hratt og hversu mikið yfirborð sjávar muni rísa í framtíðinni. Mikilvægasta spurningin er þessi: Hversu stöðugar eru jökulbreiðurnar á Grænlandi og á Suðurskautinu?

Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

Stefan Rahmstorf

ÓVÆNTAR ÖFGAR Í VEÐURFARI

Mannkynið hefur alla tíð þurft að þola öfgar í veðurfari. En samt sem áður sýna gögnin fram á að umfang tiltekinna öfga í veðurfari hafi aukist undanfarna áratugi. Ákveðnar öfgar, eins og hitabylgjur, þurrkar og stórfelldar rigningar, eru óhjákvæmilegar afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. En aðrar afleiðingar hafa komið loftslagsfræðingum í opna skjöldu, til dæmis breytingar á vindröstum og hnattbylgjum í lofthjúpnum sem hafa verið tengdar nýlegu og fordæmalausu öfgaveðurfari.

Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

STEFAN RAHMSTORF?

KULDABLETTURINN Í NORÐUR-ATLANTSHAFI

Ein af mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar sem loftslagsvísindamenn hafa lengi haft áhyggjur af, og hefur jafnframt verið kveikjan að Hollywood-kvikmyndum, er sú að Golfstraumurinn hægi á sér eða gæti jafnvel horfið. Reglulegar og skipulagðar athuganir á þessum risavaxna hafstraumi ná ekki nægilega langt aftur til að hægt sé að ákvarða hvort um sé að ræða einhvers konar langtímastefnu. En undanfarin ár hafa þó fundist sífellt fleiri vísbendingar þess efnis að Golfstraumurinn hafi hægt óvenjulega mikið á sér á 20. öld.

Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

HVERSU STUTT ER
Í HÆTTULEGA HLÝNUN JARÐAR?

Hversu stutt er í hættulega hlýnun jarðar? Rætt er um hugtakið „jafnvægissvörun loftslags“ (e. equilibrium climate sensitivity), hvað það segir okkur um hnattræna hlýnun í framtíðinni og hvað við þurfum nauðsynlega að gera til að forðast hlýnun sem kallar hörmungar yfir plánetuna.

Michael E. Mann er prófessor í lofthjúpsfræðum við Penn State háskólann. Hann gegnir einnig stöðu í jarðfræði- og jarðkerfastofnun skólans (EESI) og er forstöðumaður jarðkerfavísindamiðstöðvarinnar (ESSC).

Michael e. mann

FÖLSK PÁSA:
ÓHINDRUÐ HNATTRÆN HLÝNUN

Ein af algengum en röngum staðhæfingum þeirra sem afneita loftslagsbreytingum er sú að hlýnunin hafi „hætt“ eða að „hlé“ sé á henni. Staðreyndin er sú að ekkert hefur dregið úr hnattrænni hlýnun, þar sem hitinn á jörðinni hefur náð methæðum ár eftir ár.

Michael E. Mann er prófessor í lofthjúpsfræðum við Penn State háskólann. Hann gegnir einnig stöðu í jarðfræði- og jarðkerfastofnun skólans (EESI) og er forstöðumaður jarðkerfavísindamiðstöðvarinnar (ESSC).

Jón Bragi pálsson

RÓT VANDANS

Rót vandans (The Root of the Problem: Iceland and Climate Change) er 30 mínútna heimildarmynd eftir Jón Braga Pálsson, sem fjallar um orðræðuna um loftslagsbreytingarnar á Íslandi. Þar er sjónum beint að neyslutengdum lausnum og hugmyndinni um að loftslagsbreytingar séu af hinu góða fyrir Íslendinga. Myndin veitir innsýn í klemmuna sem fylgir því að búa í neytendasamfélagi og standa á sama tíma frammi fyrir grafalvarlegum vandamálum hnattrænnar hlýnunar. Tekin eru viðtöl við vísindamenn og prófessora á sviði loftslagsbreytinga.