Viðtöl

Lýðræði, tími og loftslagsbreytingar. Viðtal við Frederic Hanusch.

Lýðræði, tími og loftslagsbreytingar.

Frederic Hanusch

Frederic Hanusch lauk doktorsprófi sem hluti af rannsóknarhópnum „Lýðræði og loftslagsbreytingar“ við þýska KWI Essen háskólann. Frá 2013-2016 starfaði hann við þýsku ráðgjafarnefndina á sviði loftslagsbreytinga (WBGU) og hann hefur frá árinu 2016 tekið þátt í verkefninu „Pólitísk framtíðarvæðing“ við IASS rannsóknarstofnunina í sjálfbærni í Potsdam. Í rannsóknum sínum styðst Hanusch við lýðræðisrannsóknir, rannsóknir á hnattrænum breytingum og tímamælingafræði. Nýjasta útgefna verkið hans er Democracy and Climate Change (2017) sem kom út í Routledge Global Cooperation ritröðinni.

Upplausn við hvarfbaug: Loftslagsbreytingar og hin nýja landafræði ofbeldis. Viðtal við dr. Christian Parenti.

Upplausn við hvarfbaug: Loftslagsbreytingar og hin nýja landafræði ofbeldis

Christian Parenti

Christian Parenti er með doktorsgráðu í félagsfræði (með landafræði sem aukafag) frá London School of Economics og er prófessor í alþjóðlegum frjálsum menntum við New York háskóla. Í bókinni Tropic of Chaos: Climate Change and the New Geography of Violence (2011), kannar Parenti hvernig loftslagsbreytingar valda nú þegar ofbeldi vegna víxlverkandi sambands við arfleifð efnahagslegrar nýfrjálshyggju og hernaðarhyggju kalda stríðsins. Þegar hann vann að bókinni ferðaðist hann og stundaði rannsóknir á átakasvæðum í þróunarlöndum á suðurhluta jarðar.  

Nýlegar rannsóknir Christians snúa að umhverfissögulegri aðkomu bandaríska ríkisins að hagþróun, allt frá stofnun lýðveldisins til dagsins í dag. Hann hefur lengi unnið sem blaðamaður og skrifað fréttir frá Afganistan, Írak og fjölmörgum svæðum í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Hann hefur skrifað greinar í Fortune, The Washington Post, The New York Times, Middle East Report, London Review of Books, Mother Jones og The Nation (þar sem hann starfar sem gestaritstjóri). Hann hefur einnig gert nokkrar heimildarmyndir og unnið til fjölda verðlauna fyrir blaðamennsku, þar á meðal Lange-Tailor verðlaunin 2009 og verðlaun fyrir bestu tímaritsgreinina árið 2008 sem veitt eru af Félagi atvinnublaðamanna. Hann hlaut einnig tilnefningu til Emmy-verðlauna árið 2009 fyrir heimildarmyndina Fixer: The Taking of Ajmal Naqshbandi. .

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Michael E. Mann um rannsóknir hans, hugmyndafræðilegu árásirnar á hokkíkylfu-línuritið, upplýsingafölsunarherferðir afneitunariðnaðarins og einkenni sannrar vísindalegrar efahyggju. Hvernig útskýrum við almenna sátt í vísindasamfélaginu og hvernig ættum við að tala við þá sem afneita sönnunargögnunum og nálgast málefnið frá hugmyndafræðilegum sjónarhóli?

Í sigti sögunnar:
Michael E. Mann og afneitunariðnaðurinn

Michael Mann

Í viðtali við Earth101 ræðir Michael E. Mann um rannsóknir sínar, hugmyndafræðilegar árásir á „hokkíkylfu“ línuritið, upplýsingafölsunarherferðir afneitunariðnaðarins og einkenni sannrar vísindalegrar efahyggju. Hvernig útskýrum við almenna sátt í vísindasamfélaginu og hvernig ættum við að tala við þá sem afneita sönnunargögnunum og nálgast málefnið frá hugmyndafræðilegum sjónarhóli?

Michael E. Mann er prófessor í lofthjúpsfræðum við Penn State háskólann. Hann gegnir einnig stöðu í jarðfræði- og jarðkerfastofnun skólans (EESI) og er forstöðumaður jarðkerfavísindamiðstöðvarinnar (ESSC).

Dr. Mann lauk doktorsprófi í jarðfræði og jarðeðlisfræði í Yale-háskóla. Hann hefur meðal annars stuðst við fræðileg líkön og gögn sem byggja á athugunum til að öðlast dýpri skilning á loftslagskerfi jarðar. Hann var aðalhöfundur kaflans um loftslagsbreytileika og breytingar í Þriðju ástandsskýrslu IPCC, milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, árið 2001 og formaður skipulagsnefndar Frontiers of Science bandarísku vísindaakademíunnar árið 2003. Hann hefur hlotið fjölda heiðursnafnbóta, en þeirra á meðal voru verðlaun fyrir framúrskarandi útgáfu frá haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna árið 2002. Hann átti þátt í því, ásamt öðrum höfundum á vegum IPCC, að nefndin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007. Hann hlaut Hans Oeschger-orðuna frá Evrópska jarðvísindasambandinu (EGU) árið 2012 og náttúruverndarsamtökin National Wildlife Federation veittu honum sérstök náttúruverndarverðlaun árið 2013. Hann var nefndur einn fimmtíu áhrifamestu einstaklinganna á lista Bloomberg News árið 2013.

Dr. Mann er meðlimur í Jarðeðlisfræðisamtökum Bandaríkjanna, Veðurfræðisamtökum Bandaríkjanna og Samtökum fyrir framgangi vísindanna (AAAS). Hann hefur birt rúmlega 190 ritrýndar greinar og er höfundur bókanna Dire Predictions: Understanding Climate Change og The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines. Hann er einnig einn stofnenda verðlaunavefsíðunnar RealClimate.org. Hörmungarspár: Skilningur á loftslagsbreytingum and The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines. He is also a co-founder of the award-winning science website RealClimate.org.

Guðni Elísson, prófessor tekur viðtal við Stefan Rahmstorf um rannsóknir hans á hækkun yfirborðs sjávar, hlutverk hnattbylgja í lofthjúpnum með tilliti til öfgaveðurfars og hvernig dregið hefur úr Golfstraumnum í Norður-Atlantshafi. Þeir ræða einnig um hina almennu sátt innan vísindanna og hvernig afneitunariðnaðurinn sáir efasemdum. Að lokum ræða þeir um Parísarsáttmálann 2015, hvers vegna við þurfum að setja markið hærra til að halda hnattrænni hlýnun undir 2°C og þær hörmulegu afleiðingar sem bíða okkar ef það mistekst.

Viðtal 2016 – Spurningar um stöðugleika

Stefan Rahmstorf

Loftslagsvísindamaðurinn Stefan Rahmstorf ræðir um rannsóknir sínar á hækkun yfirborðs sjávar, hlutverk hnattbylgja í lofthjúpnum með tilliti til öfgaveðurfars og hvernig dregið hefur úr Golfstraumnum í Norður-Atlantshafi. Hann ræðir einnig um hina almennu sátt innan vísindanna og hvernig afneitunariðnaðurinn sáir efasemdum. Að lokum talar Rahmstorf um Parísarsáttmálann 2015, hvers vegna við þurfum að setja markið hærra til að halda hnattrænni hlýnun undir 2°C og þær hörmulegu afleiðingar sem bíða okkar ef það mistekst.

Stefan Rahmstorf hlaut doktorsgráðu í haffræðum við Victoria háskólann í Wellington árið 1990. Hann hefur starfað sem vísindamaður við hafrannsóknarstofnanir í Nýja-Sjálandi og Kiel og rannsakað áhrifin á loftslagið frá 1996 við rannsóknarmiðstöð loftslagsbreytinga í Potsdam. Hann hefur sérstaklega rannsakað áhrif loftslagsbreytinga á heimshöfin.

Árið 1999 hlaut Rahmstorf milljón dollara styrk úr James S. McDonnell sjóðnum í Bandaríkjunum. Frá árinu 2000 hefur hann verið prófessor í hafeðlisfræði við háskólann í Potsdam og hann er einnig deildarformaður loftslagsrannsóknarstofnunarinnar í Potsdam. Rahmstorf starfaði við þýsku ráðgjafanefndina um loftslagsbreytingar (WBGU) frá 2004–2013 og var einn af aðalhöfundum Fjórðu yfirlitsskýrslu IPCC.

Dr. Rahmstorf hefur birt rúmlega 100 vísindagreinar (þar af 30 í tímaritum í fremstu röð á borð við Nature, Science og PNAS) og skrifað fjórar bækur ásamt öðrum, en tvær þeirra, Our Threatened Oceans (2009, with Katherine Richardson) and Loftslagsvandinn (2010, with David Archer).

Þóra Arnórsdóttir tekur viðtal við loftslagsfræðinginn Michael E. Mann.

Viðtal á RÚV

Michael E. mann

Þóra Arnórsdóttir tekur viðtal við loftslagsfræðinginn Michael E. Mann um hina almennu sátt sem ríkir í vísindasamfélaginu, afneitun hnattrænnar hlýnunar og ógnina sem steðjar að okkur í framtíðinni. Viðtalið var birt 18. nóvember 2013 á RÚV.

Þóra Arnórsdóttir tekur viðtal við loftslagsfræðinginn Stefan Rahmstorf.

RÚV viðtal

Stefan Rahmstorf

Þóra Arnórsdóttir tekur viðtal við loftslagsfræðinginn Stefan Rahmstorf um loftslagsbreytingarnar og Fimmtu yfirlitsskýrslu IPCC. Viðtalið var birt 8. október 2013 á RÚV.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Mike Berners-Lee.

Viðtal

Mike Berners-lee

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Mike Berners-Lee. Mike er höfundur bókarinnar How Bad are Bananas? The Carbon Footprint of Everything (2010) og hann skrifaði ásamt Duncan Clark bókina The Burning Question: We can’t burn half the world’s oil, coal and gas. So how do we quit? (2013).     (2010) and with Duncan Clark he wrote The Burning Question: We can?t burn half the world?s oil, coal and gas. So how do we quit? (2013).

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Karen Pinkus, prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla.

Viðtal

Karen pinkus

Pinkus er prófessor í ítölsku og samanburðarbókmenntum við Cornell-háskóla, meðlimur í ráðgjafarnefnd um sjálfbæra framtíð við Atkinson Center og meðlimur í rannsóknarhópi um loftslagsbreytingar við þá sömu stofnun. Karen hefur birt fjölda greina um ítalska menningu, bókmenntafræði, kvikmyndir, sjónræn fræði og umhverfisvísindi. Hún heldur því fram að hugvísindafólk sé misskilið. Oft er litið á það sem annaðhvort „listafólk“ (sem getur skapað verk sem vekja aðra til umhugsunar um ástandið og höfða til tilfinninga þeirra); „blaðamenn“ (sem setja fram flókin vísindi á læsilegu máli til að aðrir sýni viðbrögð); eða „atferlissinna“ (sem geta útskýrt hegðun manna og hvernig er hægt að breyta henni). Karen er hins vegar talskona óhagnýtra hugvísinda, að við hugsum um loftslagsbreytingar af mannavöldum sem einstakt fyrirbæri, frekar en enn eitt umhverfismálið, og frekar en vandamál sem hægt er að leysa eins og hvert annað með betri tækni.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Erick Fernandes.

Viðtal

Erick fernandes

Erick Fernandes er ráðgjafi í málefnum landbúnaðar, skógræktar og loftslagsbreytinga við Alþjóðabankann og leiðir ásamt fleirum alþjóðlegt teymi sérfræðinga bankans um aðlaganir vegna loftslagsbreytinga. Erick fæddist í Keníu og ólst upp á þurrviðrasömum svæðum Norður-Keníu, Eþíópíu og Sómalíu. Hann er með doktorsgráðu í jarðvegsfræði frá háskólanum í Norður-Karólínu. Áður en Fernandes gekk til liðs við Alþjóðabankann starfaði hann sem alþjóðlegur prófessor í uppskeru- og jarðvegsvísindum við Cornell-háskóla, þar sem hann stundaði rannsóknir og kenndi námskeið um landbúnaðarvistkerfi í hitabeltinu, vatnafarsgreiningu og náttúrulegar auðlindir. Hann hafði umsjón með alþjóðlegu verkefni sem stuðlaði að því að beina bændum frá sviðjubúskap og var aðalrannsakandi í umfangsmiklu verkefni sem styrkt var af NASA og sneri að lífhvolfinu og gufuhvolfinu.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Gavin Schmidt.

Viðtal

Gavin Schmidt

Gavin Schmidt hóf feril sinn hjá Goddard-geimvísindastofnun NASA árið 1996 og er nú orðinn forstöðumaður stofnunarinnar. Helsta rannsóknarsvið hans er þróun og greining á hermilíkönum fyrir loftslag jarðar og hann hefur sérstakan áhuga á því hvernig þau má nota til upplýstrar ákvarðanatöku. Schmidt lauk doktorsprófi í reiknifræði við University College í London árið 1994. Hann hefur birt rúmlega 100 ritrýndar greinar og er einn höfunda bókarinnar Climate Change: Picturing the Science (W.W. Norton, 2009), sem er samstarfsverkefni loftslagsvísindamanna og ljósmyndara. Hann var fyrstur til að hljóta verðlaun Jarðeðlisfræðisamtaka Bandaríkjanna fyrir miðlun upplýsinga um loftslagsmál árið 2011.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Kevin Anderson.

Viðtal

Kevin anderson

Kevin Anderson er prófessor í orkumálum og loftslagsbreytingum við véla-, flugvéla- og byggingaverkfræðideild Háskólans í Manchester. Hann lauk nýlega tveggja ára stöðu sem forstöðumaður Tyndall-stofnunarinnar, helstu akademísku rannsóknastofnun loftslagsbreytinga í Bretlandi. Rannsóknir Kevins sýna að það er lítill sem enginn möguleiki á að viðhalda hlýnun meðalhitastigs á yfirborði jarðar undir 2°C, þrátt fyrir háværar raddir sem halda því fram. Enn fremur sýna rannsóknir hans að það krefjist róttæks endurskipulags á umræðunni um loftslagsbreytingar og efnahagslegri skilgreiningu samtímasamfélaga að halda okkur undir aðeins 4°C hlýnun.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Erik M. Conway.

Viðtal

EriK M. conway

Erik M. Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar. Eric Conway er vísinda- og tæknisagnfræðingur, búsettur í Pasadena í Kaliforníu og starfsmaður California Institute of Technology. Hann rannsakar og skrásetur sögu geimkönnunarleiðangra og skoðar skurðpunkta geimvísinda, jarðvísinda og tæknibreytinga. Conway hefur skrifað tvær bækur ásamt Naomi Oreskes um loftslagsbreytingar, Merchants of Doubt (2010), sem fjallar um hvernig fáeinir áhrifamiklir vísindamenn hafa viljandi mistúlkað loftslagsbreytingar, og The Collapse of ‘Western’ Civilization (2014), skáldaða frásögn sem byggir á vísindalegum grunni og gagnrýnir samtímann út frá sjónarhóli framtíðarinnar.

Guðni Elísson prófessor tekur viðtal við Francis Dobbs.

Viðtal

Francis Dobbs

Francis Dobbs er yfirmaður kvikmyndadeildar Alþjóðabankans í Washington. Hann er breskur ríkisborgari og starfaði við sjónvarpsgerð og sjálfstæða kvikmyndagerð áður en hann hóf störf við fjölmiðladeild Alþjóðabankans fyrir 25 árum. Hann sá um litla framleiðslueiningu hjá bankanum sem framleiddi fjölbreytt myndefni um þróunarmál og tók þátt í framleiðslu heimildarmynda fyrir sjónvarp áður en hann gekk til liðs við Connect4Climate, sem fjallar um loftslagsbreytingar og loftslagsaðgerðir.

Útvarpsviðtöl

RÚV viðtal

Kevin anderson

 
Líkurnar á því að meðalhlýnun á jörðinni verði fari ekki yfir tvær gráður á Celsius á öldinni eru mjög litlar. Líkurnar eru miklu meiri á hlýnunin verði fjórar til sex gráður með afar alvarlegum afleiðingum.
 

Þetta segir Kevin Anderson prófessor í orku og loftslagsmálum við háskólann í Manchester og aðstoðarforstjóri Tyndall rannsóknarstofnunarinnar í loftslagsmálum við háskólann í Austur Anglíu í Englandi. Hann flutti fyrirlestur um loftslagsmál við Háskóla Íslands í dag. Ef okkur er alvara með að halda hlýnuninni í skefjum, halda henni innan tveggja gráða þá vitum við alveg hvað þarf að gera og vitum að við þurfum að bregðast við fljótt. Okkur eru ekki gefnir neinir frestir segir Kevin Anderson. 

Tvennt blasir við segir hann.  Við vitum að við ráðum ekki enn yfir þeirri tækni sem þarf til að draga stórlega úr losun, og þess vegna þurfum við að draga stórlega úr eftirspurn eftir orku, sem hefur í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda. Samtímis þarf að efla rannsóknir og þróun annarra orkugjafa. Þegar ég geng um götur Reykjavíkur sé ég að Íslendingar eru mjög hrifnir af stórum og öflugum bílum. Ég sé líka að litlir bílar spjara sig vel þótt færðin sé eins og hún er. Íslendingar geta dregið úr eftirspurn eftir óhreinni orku með því að aka um á sparneytnari bílum. Hér er eitt dæmi um að auðveldlega er unnt að draga úr losuninni og hún á auðvitað ekki bara við um Ísland.  

Anderson þekkir vel umræðuna um það hvort nýta eigi allar tiltækar olíu og gaslindir jarðarinnar, eða hvort nauðsynlegt sé að láta staðar numið.
Þessi umræða á sér ekki bara stað í Noregi og á Íslandi. Í Bretlandi er mikil umræða um hvort eigi að nýta nýfundnar gaslindir. Mitt svar er það, segir hann að ef við brennum allt jarðefnaeldsneyti sem við þekkjum jafngilsir það því að brenna jörðina. Við sem störfum í þessum rannsóknum höfum  komist að þeirri niðurstöðu að við megum í mesta lagi brenna fimmtungi af þeim þekktum en ónýttum olíu og gasbirgðum sem við eigum, ef við ætlum að eiga möguleika á að ná markmiðinu um tveggja gráðu hlýnun. En hvernig myndi hann lýsa afleiðingum fjögurra gráðu hlýnunar? 
Fyrir okkur sem búum á Bretlandi eða Íslandi hljómar það ekki sérstaklega illa að að hlýni um fjórar gráður. Við gætum alveg lifað við  það. En við erum að tala um meðalhlýnun á jörðinni og hlýnunin verður mest næst skautunum og á lægri breiddargráðum þar sem býr mikill mannfjöldi og jafnframt fátækast hluti mannkyns. Hafa ber einnig í huga að þegar við tölum fjögurra gráða meðalhlýnun þá erum við að tala um allan hnöttinn. Höfin hlýna hægar en land, og þetta þýðir að hlýnunin á landi gæti orðið sex til átta gráður. Það er meira en við erum tilbúin að takast á við og afleiðingarnar yrðu hrikalegar, meðal annars fyrir uppskeru og matvælaframleiðslu og heimi þar sem ör  mannfjölgun er stór vandi. Anderson minnir á hitabylgjuna í Evrópu árið tvö þúsund og þrjú sem kostaði tuttugu til þrjátíu þúsund manns lífið. 

Slíkar náttúrlegar sveiflur ofan á hlýnunina eru þegar orðnar illviðráðanlega, hvað þá ef þær leggjast ofan á loftslag sem er orðið fjögurra til átta gráðum hlýrra en nú er.  Við sæjum breytingar á öllum sviðum, aðgangi að vatni, við fengjum hærra sjávarborð, breytt úrkomumynstur, breyttar og öfgafyllri sveiflur í veðri, í stuttu máli breytingar sem yrðu afdrifaríkari en svo að samfélög okkar geti lagað sig að því sem koma skal á þeim stutta tíma sem er til stefnu.

Þetta er hrikaleg framtíð sem við erum að búa afkomendum okkar og við búum þeim hana vitandi vits. Við vitum um þessar afleiðingar af athöfnum okkar,  að við höfum hingað til ákveðið að gera ekki það sem við vitum að við verðum að gera segir Kevin Anderson, sem sjálfur reynir að axla persónulega ábyrgð með athöfnum sínum. Hann flýgur til dæmis ekki milli staða þegar hann fer í fyrirlestraferðir, heldur ferðast með lestum eða siglir. Til Íslands kom hann til dæmis með Brúarfossi og segir það hafa verið mikið ævintýri að upplifa Norður Atlandshafið í svo úfnum vetrarham.

Birtist fyrst hér.

RÚV viðtal

Guðni elísson

 
Guðni Elísson, forseti Íslensku og menningardeildar Háskóla Íslands segir í Sjónmáli í dag frá fyrirlestri Chris Mooney sem haldinn verður laugardaginn 7. september 2013. Fyrirlesturinn heitir Sálfræðin sem býr að baki stríðinu gegn umhverfisvísindunum, en Mooney hefur skrifað um stöðu vísinda í samtímanum. 
 
Birtist fyrst föstudaginn 6. september 2013.

RÚV viðtal

Marteinn Sindri Jónsson fjallar um fyrirlestur Chris Mooney

Bandaríski blaðamaðurinn Chris Mooney hefur í bókum sínum varpað fram áleitnum spurningum um stöðu vísindanna í samtímanum og afstöðu stjórnmálanna til þeirra. Mooney hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands laugardaginn 7. september og í Sjónmáli mánudaginn 9. september 2013 var sagt frá efni fyrirlestrarins. Marteinn Sindri Jónsson heimspekingur og útvarpsmaður fór á fyrirlestur Mooneys og segir frá.

RÚV viðtal

Loftslagsumræða í víðsjá 2013

Nokkrir þekktustu sérfræðingar samtímans á sviði loftslagsvísinda eru staddir hér á landi um þessar mundir og taka meðal annars þátt í málþinginu Loftslagsvísindin og loftslagsumræðan sem fram fer í Háskóla Íslands á morgun.

Eðlis- og loftslagsfræðingurinn Michael Mann og loftslags-og haffræðingurinn Stefan Ramsdof flytja erindi á málþinginu og það sama má segja um umhverfisbloggarann Peter Sinclair, félagsfræðinginn Kari Norgaard og Guðna Elísson bókmenntafræðing. Víðsjá er í dag tileinkuð loftslagsmálum og munu þau þrjú síðastnefndu, Peter Sinclair, Kari Norgaard og Guðni Elísson segja frá í þættinum.

Birtist fyrst hér.

Dagblaðaúrklippur